Stjórnir FKA og allra landsbyggðadeilda FKA áttu frábæran fund á Teams.

Magnað að heyra kraftinn í þessum!

Öflugar stjórnarkonur ræddu áherslur og áskoranir vetrarins um land allt á rafrænum fundi – eins og þeir gerast bestir.

Mæting var góð, stundin gefandi enda samtalið afar mikilvægt, að konur af landinu öllu beri saman bækur um hvernig súrefnið flæðir til félagskvenna út og suður.

Eitt af því sem Covid hefur fært okkur er að við höfum fundið einfaldar leiðir til að koma konum af öllum landshornum í einn sal til skrafs og ráðagerða. Það var samróma niðurstaða á fundinum í gær að þetta verður gert áfram óháð öllu Covid ástandi, helst tvisvar á hverju starfsári.

Takk fyrir frábæra virkni og mætingu kæru stjórnarkonur um allt land!

Starfsemi FKA HÉR

Mæting 261120 – stafrófsröð:

Andrea Róberts

Anna Melsteð

Auður Ingibjörg Ottesen

Áslaug Gunnlaugsdóttir

Eydís Rós Eyglóardóttir

Gyða Steinsdóttir

Herdís Friðriksdóttir

Hrund Guðmundsdóttir

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Ísey Dísa Hávarsdóttir

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir

Laufey Gudmundsdottir

Margrét Hólm Valsdóttir

Margrét Ingþórsdóttir

Margrét Jónsdóttir Njarðvík

Ragnheiður Aradóttir

Rakel Lind Hauksd. Michelsen

Sandra Margrét Sigurjónsdóttir

Vigdís Jóhannsdóttir