Stofnfélagar FKA Austurland – Undantekningartilfelli vegna sérstakra aðstæðna 25. maí nk!

Kæra félagskona!

Þann 25. maí 2023 fer fram stofnfundur FKA Austurland í Vök Baths. Til þess að stofna deildina þurfa 25 félagskonur að mæta á fundinn raun eða raf.

Mikill áhugi er fyrir fundinum enda um sögulega stund að ræða þar sem fjölmargar konur eru áhugasamar um að vera stofnfélagar FKA Austurland. Það eru nokkrir þættir sem eru að hafa áhrif á mætingu og konur komið að máli við okkur sem geta ómögulega mætt á stofnfundinn og hafa óskað þess að vera stofnfélagar.

Eitt skilyrði að vera stofnfélagi FKA Austurland 25. maí nk. er að konur séu félagar í Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA. Konur sem sannarlega eru í FKA og geta ekki mætt vegna sérstakra aðstæðna og í undantekningartilfellum geta skráð sig á meðfylgjandi form.

Forsvarskonur ákváðu að gera undantekningu að vilji félagskonur taka þátt í stofnun deildarinnar en sjái sér ekki fært að mæta, hvorki í raunheimum né rafrænt því þær séu sjálfar á öðrum fundi eða í öðrum aðstæðum þar sem þær geta ekki tengt sig í gegnum fjarfundarbúnað þá geti þær sett nafn sitt á svokallaða stofnskrá með að skrá sig á mf. form.

>>>>> Þær félagskonur sem þetta gera eru þá skráðir stofnfélagar deildarinnar – Form HÉR

Við tökum þátt í sögulegri stund saman og mikilvægt að mæta tímanlega sama hvort við sjáum þig í VÖK eða á netinu.

SKRIFUM OKKUR INN Í SÖGUNA Á STOFNFUNDI FKA AUSTURLAND!

Konur á kortið á Austur­landi!

,,Ég hlakka til að taka þátt í að skrifa okkur, konur á Austurlandi, inn í söguna á fimmtudaginn og ég vona að þú látir þig ekki vanta!” segir Heiða Ingimarsdóttir stofnmeðlimur FKA Austurland í grein á Vísi HÉR.

ALLAR félagskonur af landinu öllu eru velkomnar raun eða raf á stofnfund nýrrar deildar 25. mai 2023 kl. 17.

Nánar um fundinn:

Stofnfundur FKA Austurland verður haldinn fimmtudaginn 25. maí kl. 17:00. Allar félagskonur FKA eru velkomnar og hvattar til þátttöku á þessum einstaka viðburði.

Félagskonur af landinu öllu eru velkomnar – Skráið ykkur til leiks HÉR á viðburðadagatali FKA 

Markmið með stofnun FKA Austurland er að efla konur, stuðla að auknu samtali kvenna á milli, fjölga tækifærum kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi ásamt því að tengjast öðrum félagskonum FKA óháð staðsetningu.

-Ekki láta þennan viðburð fram hjá ykkur fara, sama hvar þið eruð staddar. Verðum raun og raf!

Hvar: Vök Baths, Egilsstöðum og í gegnum Zoom-fjarfundarbúnað. Slóð á fundinn verður send á skráðar konur og sett inn á viðburðinn á FB.

Hvenær: 25. maí, 2023 klukkan 17:00-19:00

Skráning: HÉR á viðburðadagatali FKA  Zoom hlekkur fer þar inn og verður sendur á skráðar konur.

HVAR: VÖK Baths VÖK kort og uppl. HÉR

Nánari upplýsingar í tölvupósti fka@fka.is

Fyrirsvarsmenn félagsdeildar: (Ingunn) Heiða Ingimarsdóttir og Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir.

Stjórn FKA fagnar frumkvæðinu og við hlökkum til að heyra í og fylgjast með uppbyggingu á landsbyggðadeildinni FKA Austurland. Stjórn hvetur allar félagkonur FKA að mæta á stofnfundinn raun eða raf!

Hlökkum til að sjá ykkur!  

#FKA #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAkonur #VÖKBaths #FKAAusturland Heiða Ingimarsdóttir Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir Adalheidur Osk Gudmundsdottir

//