Stofnfundur FKA Vestfjarða á kvennafrídeginum 25. október 

Á dögunum verður stofnuð ný eining innan félagsins þegar athafnakonur á Vestfjörðum standa fyrir stofnun nýrrar einingar. Er það vel við hæfi, enda 40 ár á sunnudag frá því að Kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Sjá nánar hér.

Allar áhugasamar konur eru velkomnar.  Stofnfundurinn fer fram sunnudaginn 25. október á Hótel Ísafirði kl. 11.00. Þar mun formaður FKA ávarpa hópinn og munu virkar félagskonur búsettar í Höfuðborginni sem og á Vestfjörðum taka til máls á fundinum og segja frá sinni reynslu.

Það verður margt að gerast á Ísafirði sömu helgi því hópurinn Í kjölfar Bríetar efnir til ráðstefnu um stöðu jafnréttismála sem haldin verður á Ísafirði dagana 23.-24. október í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir ruddi brautina fyrir um 100 árum síðan en hver er staðan í jafnréttismálum í dag og hvert stefnum við?

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar velta upp spurningum og fara yfir stöðuna með áherslu á hugarfar, ávinning af jafnrétti og mikilvægi fyrirmynda. Að auki verða málstofur starfandi þar sem skipst verður á hugmyndum og málin krufin enn frekar til mergjar.

Frétt BB um stofnfundinn – smelltu hér.

Hér er dagskrá ráðstefnunnar og ítarlegri upplýsingar.