Stofnfundur FKA Vesturlands haldinn í
Stykkishólmi 18.apríl
Stofnfundur
FKA Vesturland, fer fram á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi 18.apríl næstkomandi
kl.20.00
FKA Vesturland verður þar með
fjórða landsbyggðardeild félagsins, en þegar eru starfræktar deildir á
Suðurlandi, Norðurlandi og á Vestfjörðum. Í FKA eru ríflega 1.100 félagskonur
úr öllum greinum atvinnulífsins. Félagið stendur fyrir ríflega 80 viðburðum á
ári en kjarnastarfssemi þess felst í að efla tengsl kvenna. Þá er FKA öflugur
málsvari kvenleiðtoga í atvinnulífinu og beitir sér sem slíkt í þágu kvenna. Á
stofnfundinum í Stykkishólmi mun Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA, halda erindi
og kynna starfssemi félagsins og helstu verkefni. Undirbúningur fundarins hefur
verið unnin með Steinunni Helgadóttur félagskonu og eins eiganda Narfeyrastofu
í Stykkishólmi. Að beiðni formanns, mun Steinunn leiða starf
Vesturlandsdeildarinnar fyrstu misserin.
Rakel
Sveinsdóttir:
,,Það
er mér mikið fagnaðarefni að FKA sé nú að hefja starfssemi sína á Vesturlandi,
mínum æskuslóðum. Þar hafa konur löngum verið mjög öflugar í framvarðasveit
atvinnu- og viðskiptalífs ólíkra atvinnugreina. Ég nefni sem dæmi sjávarútveg,
verslun og þjónustu, landbúnað og ferðaþjónustu. Eitt einkenna Vesturlands er
einmitt að þar er atvinnulífið ekki aðeins blómlegt, heldur í eðli sínu einnig
mjög fjölbreytt. ”
Reglulegum
fundum fyrir félagskonur er streymt á netinu, en eins standa
landsbyggðardeildir fyrir sinni viðburðardagskrá yfir árið. Þá geta
landsbyggðarkonur sótt alla viðburði, ráðstefnur eða námskeið sem haldin eru á
vegum FKA í Reykjavík. Meðal hreyfiaflsverkefna sem FKA stendur nú fyrir er að
fjölga konum í stjórnum félaga og stjórnendastörf, að auka ásýnd kvenna í
fjölmiðlum, að fylgja eftir #metoo
byltingunni og standa fyrir fjölbreyttri fræðslu og fundum fyrir félagskonur. Konur
á Vesturlandi eru hvattar til að fjölmenna á fundinn, en skilyrði aðildar að
FKA, er að viðkomandi konur séu í stjórnenda- eða leiðtogahlutverki.
Ekki þarf
að skrá sig sérstaklega á fundinn, allar konur í atvinnulífinu á Vesturlandi velkomnar. Nánari upplýsingar veita undirritaðar en hægt að sjá nánar um fundinn hér
https://www.facebook.com/events/2153310494955389/
Rakel
Sveinsdóttir formaður FKA, gsm 822-0866
Steinunn
Helgadóttir formaður FKA Vesturlands, gsm 841-2000