Sýnileikadagur FKA er einungis fyrir félagskonur og við hlökkum til að sjá þig!

Stórglæsilegur Sýnileikadagur FKA fyrir félagskonur fimmtudaginn 2. mars 2023 í höfuðstöðvum Arion banka Borgartúni.

Það er sönn ánægja að kynna Sýnileikanefndina hér fyrir neðan sem hefur hafist handa, dagskráin er í vinnslu hjá nefndinni og verður skráning og innihald kynnt snemma árs 2023. Sýnileikanefndin í stafrófsröð:

Elinóra Inga Sigurðardóttir
Erna Evudóttir
Helga Björg Steinþórsdóttir
Maríanna Finnbogadóttir

Stjórnarkonur sem verða nefndinni innan handar eru þær Dóra Eyland, Katrín Kristjana Hjartardóttir, Sigrún Jenný Barðadóttir.

Sýnileikanefnd FKA 2023 í stafrófsröð:Dóra Eyland – Ein af þremur stjórnarkonum FKA sem verða nefndinni innan handar.

„Ég sit í Sýnileikanefnd annað árið í röð, nú fyrir hönd stjórnar. Ég starfa hjá Golfklúbbi Reykjavíkur þar sem ég hef umsjón með þjónustu & markaðsmálum. Í gegnum tíðina hef ég komið að undirbúningi viðburða ásamt því að sinna markaðsmálum í störfum sínum og á sú reynsla eftir að nýtast nefndinni vel.“ Dóra Eyland – Ein af þremur stjórnarkonum FKA sem verða nefndinni innan handar.

„Ég bauð mig fram í þessa nefnd af því ég hef trú á Sigríði Hrund sem formanni því hún talar fyrir og fylgir eftir því að konur séu konum bestar. Mitt áherslumál verður sýnileiki kvenna í nýsköpun en ég hef unnið að því málefni síðan 1996. Að koma fram með nýja hugmynd og setja á markað krefst þrautseigju og þolinmæði. Reynslusögur skipta máli.“ Elinóra Inga Sigurðardóttir                

„Ég hef mikla reynslu af uppsetningu viðburða og verkefnastjórnun upplifana, ásamt óbilandi trú á mátt tengslanetsins. Sem ný félagskona fannst mér því tilvalið að bjóða fram krafta mína, en um leið nota tækifærið til að hoppa í djúpu laugina og byrja að taka virkan þátt í félagsstarfinu.“  Erna Evudóttir  

„Ég er stjórnarkona og gjaldkeri FKA og sem framkvæmdastjóri Samband íslenskra framhaldsskólanema. Starfið í FKA er líkt og önnur verkefni í lífinu: „Við fáum það sem við leggjum til“ og ég veit að konum gefst tækifæri til að vaxa á ljóshraða með þátttöku og Sýnileikadagurinn verður dagurinn til þess fyrir fjölmargar félagskonur FKA.“ Katrín Kristjana Hjartardóttir – Ein af þremur stjórnarkonum FKA sem verða nefndinni innan handar.

„Ég hef starfað í FKA í nokkur ár og finnst ómetanlegt að hafa tækifæri til að starfa með öllum þeim hæfileikaríku konum sem þar eru, ég hef hingað til mest starfað í Golf tengdum viðburðum og finnst frábært að fá tækifæri til að koma að því að skipuleggja og starfa með Sýnileiknefnd og vera þáttakandi í að efla sem flestar FKA konur setja þær á stall og leyfa þeim að skína.“ Helga Björg Steinþórsdóttir       

„Ég er ný í Sýnileikanefnd FKA og gekk í félagið nú í haust. Ég hef starfað í fjármálageiranum í hátt í 20 ár og sinnt þar fjölbreyttum verkefnum, meðal annars markaðsmálum, viðburðastjórnun og mannauðsmálum. Í dag starfa ég við mannauðsmál hjá Valitor/Rapyd.“ Maríanna Finnbogadóttir     

„Ég er stjórnarkona í FKA, stjórnarformaður og einn eigenda Eimverks Distillerí sem og framkvæmdastjóri og eigandi Teko vöruþróun. Ég hef sérhæft mig í vöruþróun og er með MA í cultural management.“ Sigrún Jenný Barðadóttir – Ein af þremur stjórnarkonum FKA sem verða nefndinni innan handar.

Hlökkum til að eiga með ykkur frábæran dag!  

Sýnileikanefnd FKA 2022-2023.

Nefndin fór að skoða aðstæður í Arion og þar hefur lítið breyst og allt jafn stórglæsilegt að vanda og móttökurnar geggjaðar. Það verður því sýnileiki, hreyfiafl og tengslanet í takt við nýja tíma fyrir félagskonur FKA þegar Sýnileikadagurinn okkar verður haldinn með pomp og prakt fimmtudaginn 2. mars 2023.

HVAÐ: Stórglæsilegur Sýnileikadagur FKA.

HVAR: Arion banki Borgartúni.

HVENÆR: Fimmtudaginn 2. mars 2023

AÐEINS FYRIR FÉLAGSKONUR FKA & FRÍTT FYRIR FKA KONUR!

Verður auglýst nánar / Taktu daginn frá – hlökkum til að sjá þig!

Um daginn 2022 t.d. HÉR & um daginn 2021 t.d. HÉR

Hér verður þú í mars! Arion eru færðar bestu þakkir fyrir!

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #SýnileikadagurFKA2023 #Arion @Elinóra Inga Sigurðardóttir @Erna Evudóttir @Helga Björg Steinþórsdóttir @Maríanna Finnbogadóttir @Dóra Eyland @Sigrún Jenný Barðadóttir @Katrín Kristjana Hjartardóttir