Takk fyrir að gera gefandi og góðan viðburð enn betri!

Öflugar deildir, nefndir og ráð ásamt stjórn FKA eru að leggja línurnar hvernig má uppfylla þarfir á starfsárinu. Hugrekki er smitandi og það er nóg af því innan FKA sem kemur sér vel á tímum þar sem við lifum frasann „Life is What Happens To You While You’re Busy Making Other Plans“.

Á Opnunarviðburði FKA sem haldinn var fyrir helgi voru nokkrir aðilar sem komu að framkvæmd með einum og eða öðrum hætti og við hæfi að þakka kærlega vel fyrir.

Félagskonum þökkuð nærandi samvera.

Jóni S. Þórðarsyni (stofnandi og eigandi PRO) & Ragnheiði Aradóttur varaformanni FKA og stofnanda og eiganda PROevents þakkað allt og allt … og hitt líka en þau tóku að sér að vera fánaberar á góðum degi og að massa málin með glans á vel heppnuðum viðburði sem vakti verðskuldaða athygli.

Collab frá frumkvöðlafyrirtækinu Feel Iceland á alltaf við á FKA-viðburði enda félagskonur FKA þar innanborðs sem hafa í samvinnu við Ölgerðina fært okkur íslenskan drykk með viðbættu kollageni sem ber heitið Collab. Urðum ekki þyrstar þökk sé Ölgerðinni.

Gamlir kunningjar eins og Prince Polo sem er öllum Íslendingum kunnugt, enda verið góður vinur Íslendinga síðan 1955 og ævintýralegi orkubitinn Corny komu brakandi hressandi frá Innnes.

Félagskonurnar Olga Björt Þórðardóttir og Silla Páls tóku myndir í og eftir gönguna. Valgarður Gíslason tók myndir fyrir Fréttablaðið.

Þórður Magnússon ONNO ehf. tók myndir úr dróna.

Snertilausi myndakassinn með fótrofa kom frá Instamyndum.

Spritt kom frá Skeljungi, maski frá Basko og hanskar frá Ásbirni Ólafssyni.

Umhverfisstofnun, Garðabæ og landverði á svæðinu er þökkuð samvinnan.

Gleðilegt nýtt starfsár FKA!

FKA-konurnar Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Silla Páls ljósmyndari.
Mynd frá Andrea Róberts.
Ragga félagskona og Nonni PROevents og Eliza reid forsetafrú og FKA kona.
Olga Björt Þórðardóttir.
Forsíða: Valgarður Gíslason Fréttablaðinu.

Elías #Instamyndir

ONNO ehf.