Út er komin bókin Sprakkar eftir Elizu Reid, forsetafrú Íslands.
Eliza ákvað snemma að nýta sér sviðsljósið og tala um það sem hún brennur fyrir; jafnrétti.
Hefur Eliza Reid verið félagskona FKA og verið mikilvæg rödd er kemur að fjölbreytileika. Hún hefur næmt auga fyrir tækifærum hér á landi og stutt við verkefni FKA og víðar er kemur að því að beina kastaranum að tækifærum. Það er ómetanlegt og orð ná ekki að höndla.
Sprakki er gamalt orð yfir kvenskörunga og margt er hægt að segja fallegt við og um félagskonuna Elizu Reid en til að ná utanum málið í einni setningu segjum við: Takk fyrir þig Eliza Reid Sprakki!



#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKASuðurnes #Morgunblaðið Eliza Reid