Takk fyrir ykkar öflugu spretti í stjórn FKA Vigdís og Elísabet Tanía!

Vigdís Jóhannsdóttir og Elísabet Tanía Smáradóttir.

Ný stjórn FKA var skipuð á aðalfundi FKA sem haldinn var í blíðskapaveðri í Elliðaárdal fyrr í mánuðinum.

Við tekur öflugt starfsár sem framundan er hjá stjórn FKA sem skipuð er sjö konum og tveimur til vara.

Stjórnarkonur FKA sem hafa tekið öfluga spretti, þær Vigdís Jóhannsdóttir og Elísabet Tanía Smáradóttir, hafa lokið stjórnarsetu í félaginu og þakkar FKA þeim innilega vel fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Hafa þær tekið marga bolta og verið með nokkra hatta í stjórninni s.s. í sæti ritara, gjaldkera og farið fyrir stærri verkefnum eins og þátttöku í skipulagningu viðburða t.a.m. Sýnileikadegi sem sló aðsóknarmet í sögu FKA þegar 200 konur mættu í Arionbanka og 300 konur sóttu glæsilegan viðburð á netinu.

Hlökkum til að starfa með ykkur áfram sem félagskonur í FKA.

Vigdís Jóhannsdóttir er markaðsstjóri Stafræns Íslands.

Elísabet Tanía Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri.

Ný stjórn tekur við keflinu.

Stjórn FKA 2022-2023 er sem hér segir í stafrófsröð:

Dóra Eyland

Edda Rún Ragnarsdóttir

Elfur Logadóttir (stjórnarkona í eitt ár)

Guðrún Gunnarsdóttir

Íris Ósk Ólafsdóttir (varakona til eins árs)

Katrín Kristjana Hjartardóttir

Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður FKA

Sigrún Jenný Barðadóttir (varakona til eins árs)

Unnur Elva Arnardóttir

Edda, Katrín, Vigdís, Sigríður Hrund, Elísabet Tanía og Unnur – stjórn FKA 2021-2022 / Mynd @Silla Páls

Fjalladrottningar hafa haldið áfram að efla andann og þar hefur Elísabet Tanía leitt hópinn. Þótti það því við hæfi að taka sprettinn á aðalfundi með Andreu framkvæmdastjóra FKA.

Þakklæti er efst í huga fyrir konur sem gefa af sér til félagsins og hafa blússandi metnað fyrir hönd félagsins alls.

Þið eruð félagið kæru félagskonur, allar vítt og breytt um landið og eigið allar erindi.

Gleðilegt jafnrétti!

Sýnileikanefnd 2022: Eva Michelsen (fór fyrir nefndinni), Elísabet Tanía Smáradóttir, Arna Sif Þorgeirsdóttir, Dóra Eyland, Sandra Yunhong She og Vigdís Jóhannsdóttir / Mynd @Silla Páls

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet @Elísabet Tanía Smáradóttir @Vigdís Jóhannsdóttir @Silla Páls