Taktu þátt í að tilnefna konur sem hljóta FKA viðurkenninguna 27. janúar 2021.

Hvaða kona/konur ættu að þínu mati að fá viðurkenningar FKA árið 2021?

Á FKA Viðurkenningarhátíðinni verða veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

Á FKA viðurkenningarhátíðinni verða veittar þrjár viðurkenningar:

FKA viðurkenningin

FKA þakkarviðurkenningin

FKA hvatningarviðurkenningin

TILNEFNA HÉR

Mikilvægt er að skila inn öllum tilnefningum fyrir kl. 12 að hádegi þann 26. nóvember 2020.

Dómnefnd er skipuð sjö aðilum úr viðskiptalífinu og mun hún fara yfir tilnefningar sem berast FKA frá almenningi og atvinnulífinu. Allar tilnefningar fara fyrir dómnefnd sem metur og á endanum velur konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.

Dómnefnd 2021.

Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona FKA, lögmaður og eigandi LOCAL lögmenn / Formaður dómnefndar.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjórinn á Akureyri.

Hilmar Garðar Hjaltason, Vinn-vinn / ráðgjöf, ráðning stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR og situr í stjórn Orku náttúrunnar.

Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka.

Nökkvi Fjalar Orrason, stofnandi og eigandi SWIPE og podify.

Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.

Við skipan dómnefndar 2021 var leitast við að einstaklingar hefðu sem breiðastan bakgrunn í aldri, reynslu og búsetu. Það er í fullu samræmi við stefnu FKA fyrir stjórnarmenn og stjórnendur framtíðarinnar.

Við heiðrum konur úr atvinnulífinu og beinum kastaranum að fyrirmyndum og fjölbreytileika. Á síðasta ári hlaut Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, heiðursviðurkenningu FKA og Anna Stefánsdóttir, hlaut þakkarviðurkenningu fyrir eftirtektarvert ævistarf í heilbrigðismálum. Þá hlaut Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hvatningarverðlaun FKA fyrir athyglisvert frumkvæði í atvinnulífinu.

Hvaða kona/konur ættu að þínu mati að fá viðurkenningar FKA árið 2021?

Konurnar sem tilnefndar eru þurfa ekki að vera félagskonur FKA heldur hvaðan sem er úr samfélaginu.

Þú getur tilnefnt konur í öllum flokkum eða bara eina en mikilvægt er að lesa „Kríteríu” fyrir hverja viðurkenningu og tilnefna í réttum flokki. Hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum.

KRÍTERÍA

FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir

Margrét Kristmannsdóttir

Erna Gísladóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir

Birna Einarsdóttir

Guðbjörg Matthíasdóttir

Liv Bergþórsdóttir

Margrét Guðmundsdóttir

Rannveig Grétarsdóttir

Aðalheiður Birgisdóttir

Vilborg Einarsdóttir

Rannveig Rist

Steinunn Sigurðardóttir

Halla Tómasdóttir

Ásdís Halla Bragadóttir

Katrín Pétursdóttir

Aðalheiður Héðinsdóttir

Svava Johansen

Elsa Haraldsdóttir

Þóra Guðmundsdóttir

Hillary Rodham Clinton

KRÍTERÍA

Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Helga Valfells

Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir

Kolbrún Hrafnkelsdóttir

María Rúnarsdóttir

Rakel Sölvadóttir

Helga Árnadóttir, Signý, Tulipop

Árný Elíasdóttir, Inga Björg, Ingunn B. Vilhjálms(Attendus)

Margrét Pála Ólafsdóttir

Marín Magnúsdóttir

Agnes Sigurðardóttir

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir

Guðbjörg Glóða Logadóttir

Jón G. Hauksson

Edda Jónsdóttir

Freydís Jónsdóttir

Guðrún Hálfdánsdóttir

Íris Gunnarsdóttir/Soffía Steingríms

Lára Vilberg

KRÍTERÍA

Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf  sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

Anna Stefánsdóttir

Sigríður Ásdís Snævarr

Hildur Petersen

Hafdís Árnadóttir

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Guðný Guðjónsdóttir

Guðrún Edda Eggertsdóttir

Guðrún Lárusdóttir

Erla Wigelund

Dóra Guðbjört Jónsdóttir

Bára Magnúsdóttir

Guðrún Birna Gísladóttir

Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún Erlendsdóttir

Rakel Olsen

Guðrún Steingrímsdóttir

Vigdís Finnbogadóttir

Jórunn Brynjólfsdóttir

Unnur Arngrímsdóttir

Bára Sigurjónsdóttir