Tengslanet FKA mikilvægt! Eliza Reid er félagskona FKA og ræðir mikilvægi tengslanets í FKA-blaðinu.

Félagskonur FKA mynda öflugt tengslanet um land allt þvert á allar greinar atvinnulífsins og þær eru tilbúnar í það uppbyggingarstarf sem framundan er – Áfram og upp!

Í glæsilegu FKA-blaði er kastljósinu beint að félagskonum FKA, fjölbreyttri starfsemi félagskvenna um land allt og jafnréttispúlsinn er tekinn á stjórnendum í atvinnulífinu.

Meðal annars er rætt við Elizu Reid forsetafrú sem er félagkona FKA og mikil fyrirmynd.

Eliza Reid er sagnfræðingur og meðstofnandi Iceland Writers Retreat og á tímum COVID stendur hún frammi fyrir áskorunum eins og heimsbyggðin öll. Árlegu móti rithöfunda sem koma til Íslands til að vinna að skriftum í litlum hópum og kynna sér íslenskar bókmenntir hefur tekið á sig aðra mynd og þannig mætti lengi telja.

„Ég er að rústa Guðna í lestarátakinu…“ segir forsetafrúin sem les allt milli himins og jarðar og kemur ávallt fram af festu, einlægni og auðmýkt. Svo er það hennar einstaka lag á að halda í húmorinn.

Tengsl eru verðmæti FKA og í FKA-blaðinu er sjónum beint að starfinu og spennandi verkefnum.

,,Við vitum líka hversu gríðarlega mikilvægt tengslanet eins og FKA er fyrir konur,” segir Eliza og nánar nánar má lesa um það í FKA-blaði sem er að rúlla inn um bréfalúguna hjá félagskonum um land allt.

Takk kæra Eliza Reid fyrir að verja tíma með FKA og gefa okkur öllum af þér.