Það er ekkert betra en að fjárfesta í sjálfri sér og sækja um aðild í FKA.

Landsbyggðadeildir FKA með öflugt starf.

Það hefur heldur betur reynt á úthaldið á afar krefjandi tímum en við höfum hoppað upp um nokkur borð í tækninni á tímum Covid sem hefur fært félagskonur FKA jafnræði, fært þær nær hverri annarri, gert samtalið öflugra og samvinnuna enn meiri um landið allt. Um starfsemi FKA HÉR.

Landsbyggðadeildir FKA ásamt Dr. Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor á Bifröst og stjórnarkonu FKA eru að skipuleggja metnaðarfulla og spennandi ráðstefnu sem verður um miðjan apríl nánar HÉR.

Landsbyggðadeildirnar okkar eru með öflugt starf (sjá skipurit hér að neðan) og konur sem vilja stórefla tengslanetið sitt, styrkja sig og hafa áhrif eru hvattar til að taka þátt í starfi FKA og sækja um aðild! Sækja um HÉR

FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rekur þitt fyrirtæki – þá áttu heima í FKA.

Það er ekkert betra en að fjárfesta í sjálfri sér og sækja um aðild. Umsókn í Félag kvenna í atvinnulífinu og nánari upplýsingar um nefndir og deildir má finna á heimasíðunni fka.is.

@Ísey Dísa Hávarsdóttir #fka #tengslanet #hreyfiafl #sýnileiki 

Meðfylgjandi mynd er tekin á Akureyri á dögunum milli Covid-lægða þegar Andrea framkvæmdastjóri FKA fundaði með Ísey Dísu stjórnarkonu FKA-Norðurland.