Það er spennandi dagskrá hjá FKA eftir páska.

Kæra félagskona!

Fyrst var það jólakúlan, nú er það páskaeggið og senn fer sólin að hækka fyrir okkur allar.

Það er spennandi dagskrá hjá FKA eftir páska. Hádegisverðafundur með stjórn FKA, Landsbyggðarráðstefna og fyrirtækjakynningar AFKA. Það verður hugleiðsla og markmiðasetning fyrir allar FKA-konur eftir páska, golfnámskeið til að hita upp fyrir árlegt golfmót Golfnefndar FKA, Fjalladrottningarnar viðra okkur reglulega o.s.frv.

Það er von okkar að páskarnir verið miðstöð ástar og sjálfsvinsemdar þetta árið enda fer mildi og velvild einstaklega vel með páskaeggi.

Já, nú reynir eilítið lengur á úthaldið. Með einlægri ósk um að komandi dagar verði ánægjulegir hjá félagskonum um landið allt.

Páskakveðja til þín og þinna,

Stjórn FKA og framkvæmdastjóri