Það viðrar alltaf vel fyrir nýsköpun og í dag er góður dagur til að skapa framtíð.

Einungis 1,4% af fjármögnun fjárfestingarsjóða til fyrirtækja sem stofnuð eru eingöngu af konum og 88% fjármagnsins til nýsköpunarfyrirtækja sem eingöngu eru stofnuð af körlum.

Næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar.

Það er vitlaust gefið! Í dag er góður dagur til að vera breytingin – skjáumst á fundi Nýsköpunarnefndar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fram fer í dag, þriðjudag, og verður streymt beint á visir.is.

„Nýlegar tölur varðandi fjármögnun nýsköpunarfyrirtæki sýni að einungis 1,4% af fjármögnun fjárfestingarsjóða renni til fyrirtækja sem stofnuð eru eingöngu af konum og um 10% til fyrirtækja hvar stofnendur eru blanda af konum og körlum. Aftur á móti rennur um 88% fjármagnsins til nýsköpunarfyrirtækja sem eingöngu eru stofnuð af körlum. Þá segir Huld jafnframt að tölur frá Bandaríkjunum séu jafnframt sambærilegar.“

Nánar HÉR

Skjáumst á visir.is í dag klukkan fjögur!

Nýsköpunarnefnd FKA