Það viðrar vel fyrir FKA // Aðalfundur félagsins vel sóttur í raf- og raunheimum í Félagsheimili Orkuveitunnar.

Ný stjórn FKA tók fagnandi á móti sumri og keflinu á aðalfundi FKA sem haldinn var í blíðskapaveðri í Elliðaárdal. Við tekur öflugt starfsár sem framundan er hjá stjórn FKA sem skipuð er sjö konum og tveimur til vara.

Fundarstýra fundar var Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastýra ON og formaður Samorku. Ritari fundar var Áslaug Gunnlaugsdóttir lögmaður og eigandi hjá LOCAL lögmönnum.

Myndir @Silla Páls

Áslaug, Berglind Rán og Sigríður Hrund, formaður FKA.

Guðný Birna Guðmundsdóttir var formaður Kjörstjórnar og með henni voru þær Laufey Guðmundsdóttir og Katrín Kristjana Hjartardóttir.

Kjörstjórn frá vinstri – Laufey, Guðný Birna formaður og Katrín Kristjana.

Að loknum aðalfundarstörfum, í Félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal seinni daginn var boðið uppá hanastél og vorstemmningu með DJ Sóley. Veðrið var milt og gott og FKA þakkar fyrir kröftugan og krefjandi vetur – hlökkum til að taka fagnandi á móti nýju starfsári.

DJ. Sóley og Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

Berglind Rán Ólafsdóttir og Birna Bragadóttir OR.

Stjórn FKA 2022-2023 er sem hér segir í stafrófsröð:

Dóra Eyland

Edda Rún Ragnarsdóttir

Elfur Logadóttir (stjórnarkona í eitt ár)

Guðrún Gunnarsdóttir

Íris Ósk Ólafsdóttir (varakona til eins árs)

Katrín Kristjana Hjartardóttir

Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður FKA

Sigrún Jenný Barðadóttir (varakona til eins árs)

Unnur Elva Arnardóttir

Stjórn FKA 2022-2023.

Sumarið er tíminn.

Sumarið er tíminn og enn má finna fjölmarga viðburði á dagskrá félagsins, FKA sumar í vændum, eins og þau gerast best því konur fjölmenna í ferð til Barcelona í haust og Golfferð til Ítalíu stendur yfir. Metnaðarfullt erindi FKA má finna á Nýsköpunarviku, ferð verður á Suðurlandinu hjá FKA sem og nærandi stunda á aðalfundum deilda félagsins sem eru á næstu dögum má finna á viðburðadagatali.

Félagkonur taka fagnandi á móti sumri saman – og svo nýju starfsári eftir að hafa tekið heldur betur á kassann á fordæmalausum tímum. Við þurfum að hlúa að okkur, styðja hvora aðra og vera alvöru hreyfiafl – áfram til áhrifa!