Þakklæti efst í huga fyrir öflugar félagskonur!

Það er þakklæti sem er efst í huga stjórnar og framkvæmdastjóra FKA fyrir öflugar félagskonur um land allt og það mikilvæga starf sem FKA vinnur samfélaginu til hagsbóta.

Sýnileikadagurinn var haldinn hátíðlegur í Arion banka og á streymi í gær. Mæting var gríðarlega góð en mikilvægt er að næra sig, efla andann og halda áfram er kemur að ná jafnrétti, verða sjálfbær og móta framtíð sem felur í sig frið og fjölbreytileika. Félagskonur FKA hafa því verið óhræddar við að gera tilraunir á tímum heimsfaraldurs og á tímum þegar mikið er tekið á kassann.

Með Sýnileikadegi er stjórn félagsins að svara ákalli félagskvenna FKA um meiri sýnileika, þekkingu til að koma sér, sinni þekkingu, sérstöðu og/eða vöru á framfæri. Konur sjá um að slá í gegn sjálfar og þurfa ekki fleiri námskeið né gráður en öll þurfum við að kunna að höndla með þessi verkfæri, að koma efni frá okkur og nýta miðla og þess vegna var talið í gærdaginn sem, þökk sé samstarfsaðilunum Vísi, Arion, fyrirlesurum, þátttakendum og Sýnileikanefnd FKA, heppnaðist frábærlega.

Takk fyrir okkur og takk fyrir ykkur kæru nefndarkonur vítt og breytt um landið.

Takk kærlega vel fyrir okkur og geggjaðan sprett kæra Sýnileikanefnd 2022:

Arna Sif Þorgeirsdóttir ● Viðburðastjóri.

Dóra Eyland ● Golfklúbbur Reykjavíkur.

Eva Michelsen ● Eigandi og framkvæmdastjóri Eldstæðisins // Fer fyrir nefndinni.

Sandra Yunhong She  ● Arcticstar. 

Stjórnarkonan Elísabet Tanía Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri Hertz og stjórnarkonan Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri Stafræns Íslands eru fulltrúar stjórnar í nefndinni. 

Þau sem komu fram á Sýnileikadegi FKA:

Sara Odds flutti erindið Kvenleikinn er okkar styrkur
Andreas Ö. M. Aðalsteinsson flutti erindið Stafræn framtíð
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttastjóri flutti erindið Segðu já við viðtali!
Steinar Þór Ólafsson flutti erindið Hvernig smíðar maður hús?
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir flutti erindið Mitt eigið breytingaskeið
Thelma K Kvaran flutti erindið Hafðu hátt, taktu pláss! En ekki vera hávær frekja
Danielle Neben flutti erindið Marketing to the Chinese
Jóhanna Hildur Ágústsdóttir flutti erindið Að treysta á eigin kunnáttu
Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir fluttu erindið Fortuna Invest/Fjárfesting til framtíðar
Hulda Bjarnadóttir var með lokaorð

Sýnileikanefnd 2022.

Þegar gleðin gustar af konum þá eru myndirnar gjarnan hreyfðar eins og dæmin sýna – Myndasyrpa af Sýnileikanefnd FKA 2022/Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA að dást af félagskonum að störfum.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #SýnileikadagurFKA2022 #Arion #Vísir

Engin lýsing til

,,Segðu já við viðtali!” segir Erla Björg Gunnarsdóttir fréttastjóri.

Engin lýsing til

Júlí Heiðar Halldórsson hjá Arion banka.