Nýr verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA

Thelma Kristín Kvaran

Það er okkur sönn ánægja að kynna fyrir ykkur nýjan verkefnastjóra Jafnvægisvogar FKA, Thelmu Kristínu Kvaran sem tekur við af Evu Michelsen.


FKA-konan Thelma er starfandi stjórnendaráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Intellecta og hefur umtalsverða reynslu á sviði stjórnunar. Thelma er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Jafnvægisvogin er spennandi hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi við forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Árvakur og PiparTBWA. Hlutverk verkefnisstjóra Jafnvægisvogarinnar er að halda utan um alla þætti verkefnisins í nánu samstarfi við Jafnvægisvogarráð (JVR), framkvæmdastjóra FKA og stjórn FKA.


FKA og Jafnvægisvogarráð þakkar Evu Michelsen, fráfarandi verkefnisstjóra Jafnvægisvogar FKA samfylgdina og ánægjulegt samstarf. Við óskum henni alls hins besta í leik og starfi og samgleðjumst henni við þessar breytingar á starfsvettvangi.


Jafnvægisvog FKA er hreyfiaflsverkefni með þann tilgang að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi og virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Vakin er athygli á að ráðstefna Jafnvægisvogar er áætluð 14. október 2020.
Thelma Kristín mun vinna náið með stjórnendum í fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum og þjónusta atvinnulífið í gegnum störf sín fyrir Jafnvægisvogina. Stjórnendur í íslensku samfélagi eru að takast á við áskoranir þar sem Jafnvægisvogin er þarft verkfæri og góð leið til að dýpka skilningi á jafnréttismálum og auðvelda atvinnulífinu að verða við þeim kröfum sem hið opinbera regluverk setur okkur í málaflokknum.


Nánari upplýsingar um þátttöku í hreyfiaflsverkefni Jafnvægisvog FKA má finna hér: https://www.fka.is/jafnvaegisvog-fka/
Nánari upplýsingar um Thelmu Kristínu í félagatali FKA: https://www.fka.is/felagatal/felagi/3040