Nýjasta tölublaðið af Lögbergi-Heimskringlu með umfjöllun um hátíðina í Kanada.

Thelma Kristín Kvaran verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA var heiðursgestur á Jon Sigurdsson Day í Kanada.

Jon Sigurdsson Day 17. júní hátíðarhöld í Winnipeg í Kanada er dagur sem hefur sérstaka stöðu í Manitóba-fylki, en skv. fylkislögum nefnist hann Jon Sigurdsson Day til heiðurs Jóni Sigurðssyni og til minningar um íslenska landnema sem voru einna fyrstir til að mynda samfélag í Manitóba forðum daga.

Það var Vilhjálmur Wiium aðalræðismaður í Kanada tók á móti Thelmu Kristínu Kvaran verkefnastjóra Jafnvægisvogar FKA ásamt Sigríði Hrund formanni FKA og Soffíu Theodórsdóttur en félagskonum var velkomið að taka þátt í deginum.

 

Í ferðinni til Kanada var ferðast um Íslendingaslóðir og Thelma hélt ræðu við hátíðarhöld þar sem hún fjallaði um jafnréttismál á Íslandi og sagði viðstöddum frá Jafnvægisvoginni. 

 

HÉR er nýjasta tölublaðið af Lögbergi-Heimskringlu. Þar er fjallað um 17. júní hátíðina.

 

Gæti verið mynd af 3 manns, people standing og útivist

 

Soffía, Thelma og Sigríður Hrund.

 

Vestur-Íslendingar halda þjóðhátíðardag Íslands, 17. júní, hátíðlegan, en þar í landi er hann kallaður Jon Sigurdssons day. Á hátíðinni mátti sjá vestur-íslenska fjallkonu og söng vestur-íslenski kórinn Sólskríkjan þjóðsöng Íslands ásamt fleiri lögum á íslensku. Auk þess héldu Vilhjalmur Wiium og Derek Johnson, landbúnaðarráðherra Kanada ræður, en Derek er einnig vestur-Íslendingur.

 

Gæti verið mynd af 4 manns og people standing

 

@Vilhjálmur Wiium @Thelma Kristín Kvaran #Jafnvægisvog #hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #JonSigurdssonDay @Sigríður Hrund Pétursdóttir @Soffía Theodórsdóttir