Thelma Kristín verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA heiðursgestur á Jon Sigurdsson Day í Kanada // Myndir.

Thelma Kristín Kvaran verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA var heiðursgestur á Jon Sigurdsson Day í Kanada.

Jon Sigurdsson Day 17. júní hátíðarhöld í Winnipeg í Kanada er dagur sem hefur sérstaka stöðu í Manitóba-fylki, en skv. fylkislögum nefnist hann Jon Sigurdsson Day til heiðurs Jóni Sigurðssyni og til minningar um íslenska landnema sem voru einna fyrstir til að mynda samfélag í Manitóba forðum daga.

Það var Vilhjálmur Wiium aðalræðismaður í Kanada tók á móti Thelmu Kristínu Kvaran verkefnastjóra Jafnvægisvogar FKA ásamt Sigríði Hrund formanni FKA og Soffíu Theodórsdóttur en félagskonum var velkomið að taka þátt í deginum.

 

Gæti verið mynd af 4 manns og innanhúss
Thelma Kristín Kvaran heiðursgestur.

 

Gæti verið mynd af 3 manns, people standing og útivist
FKA-konur í Kanada þær Soffía, Thelma og Sigríður Hrund.

 

Mynd // frá 1923 af styttunni af Jóni Sigurðssyni.

Íslenska aðalræðisskrifstofan í borginni, sem var opnuð 1999, hefur oft haft milligöngu um að fá einhvern að heiman til að vera heiðursgest á athöfn og í ár var það Thelma Kristín Kvaran verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA sem var heiðursgestur. 

Við þinghúsið í Winnipeg stendur stytta af Jóni, sem er eftirlíking af styttunni sem stendur á Austurvelli. Nokkurra áratuga hefð er fyrir því að á 17. júní er athöfn við styttuna í Winnipeg þar sem þjóðhátíðardags Íslands er minnst. Sem fyrr segir hefur Íslenska aðalræðisskrifstofan í borginni oft haft milligöngu um að fá heiðursgest frá Íslandi á þessari athöfn. Hefur verið reynt að hafa hópinn sem breiðastan, en þarna hefur komið fólk úr stjórnmálum, viðskiptalífi, háskólasamfélaginu og stjórnsýslunni. 

Tvenn félagasamtök standa að hátíðarhöldunum á 17. júní. Annars vegar Icelandic Canadian Frón, sem er angi af Þjóðræknifélagi Íslendinga í Norður Ameríku, og hins vegar Jon Sigurdsson Chapter IODE, en þetta er íslenskt deild í IODE, sem eru góðgerðarsamtök kvenna sem standa að ýmsum verkefnum tengdum menntun og samfélagsþjónustu. 

  

Vilhjálmur Wiium tók nýverið við starfi aðalræðismanns og kom á heimsóknum og fundum sem snertu við þátttakendum.

Í ferðinni til Kanada var ferðast um Íslendingaslóðir og Thelma hélt ræðu við hátíðarhöld þar sem hún fjallaði um jafnréttismál á Íslandi og sagði viðstöddum frá Jafnvægisvoginni. Að hátíðarhöldunum loknum lagði Vilhjálmur blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar, en hún er staðsett við stjórnarráðið í Winnipeg.

Á hátíðinni mátti sjá vestur-íslenska fjallkonu og söng vestur-íslenski kórinn Sólskríkjan þjóðsöng Íslands ásamt fleiri lögum á íslensku. Auk þess héldu Vilhjalmur Wiium og Derek Johnson, landbúnaðarráðherra Kanada ræður, en Derek er einnig vestur-Íslendingur.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.

Gæti verið mynd af 4 manns og people standing

 

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur, standing, monument og útivist

 

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og standing
May be art

 

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur, standing, monument og útivist

Gæti verið mynd af 5 manns og people standing
Mynd // Thelma Kristín Kvaran sem er sérfræðingur í ráðningum, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Intellecta auk þess að vera verkefnastjóri Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. og Vilhjálmur Wiium aðalræðismaður í Kanada.

@Vilhjálmur Wiium @Thelma Kristín Kvaran #Jafnvægisvog #hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #JonSigurdssonDay @Sigríður Hrund Pétursdóttir @Soffía Theodórsdóttir