Tengjumst alþjóðaböndum – Evrópuráðstefna BPW (Business Professional Women).
Í tilefni 17. Evrópuráðstefnu BPW (Business Professional Women) hittust konur til að ræða alþjóðastarf og viðskipti.
Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKA hélt erindi ásamt fleirum góðum konum á Evrópuráðstefnu BPW (Business Professional Women) sem haldin var dagana 27.-29. maí á Hótel Hilton.
Thelma Kristín Kvaran verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar stýrði vinnustofu um Jafnvægisvogina og félagskonur FKA stigu á svið eða komu að á þessari einstöku jafnréttisráðstefnu sem fyllti okkur stolti.
HÉR ER UPPTAKA sem sýnir hvað átt er við, á mínútu 15:33 kynnir félagskonan Ragnhildur Vigfúsdóttir Sigríði Hrund á svið og í upphafi myndbands er Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sem einnig er félagkona FKA.







Óhætt er að segja að tengslanetagerðin hafi farið á fullt og spennandi verður að fylgjast með því sem gerist næst – þessi tækifæri eru með gott grip, þannig að þú lætur sjá þig. Það er stundum nóg.






