Kæra félagskona!
- ÞÚ verður að skrá þig á aðalfund til að geta mætt/kosið.
- ÞÚ verður og greiða félagsgjöldin til að geta mætt/kosið.
- ÞÚ þarft rafræn skilríki á aðalfundi.
ÞÚ átt rödd og við viljum sjá þig á fundinum … og sem oftast ,,raf og/eða raun.”
Áfram til áhrifa er yfirskrift aðalfundar FKA 2.- 4. maí 2022 og við munum njóta stundarinnar saman eftir aðalfundinn.
HVAÐ: Áfram til áhrifa // Aðalfundur FKA árið 2022
HVENÆR: 2. & 4. maí 2022
ATH! Aðalfundur FKA 2. maí nk. er rafrænn og 4. maí verðum við í Félagsheimili OR í Elliðaárdal og á netinu. Að loknum aðalfundarstörfum seinni daginn verður boðið í hanastél og vorstemmningu með DJ Sóley í Elliðaárstöð. Félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal – kort HÉR
Aðalfundur verður haldinn með breyttu sniði. Fundur verður settur í rafheimum þann 2. maí nk. þar sem lagabreytingar verða bornar undir félagskonur og kynning á framboðum til stjórnar fer fram. Opnað verður fyrir rafræna kosningu til stjórnar í lok fundar 2. maí og lýkur 17.30 þann 4. maí.
Tilgangur þessarar breytingar er að gefa gott svigrúm til að styðja við rafræna kosningu sem tryggir jafnara aðgengi félagskvenna hvar svo sem þær eru staddar eða staðsettar í lífinu. Þá gefur þetta sömuleiðis svigrúm fyrir góða kynningu framboða.
SKRÁNING Á AÐALFUND FKA 2. MAÍ 2022
SKRÁNING Á AÐALFUND FKA 4. MAÍ 2022
Dagskrá aðalfundar FKA 2022 dagana 2. maí & 4. maí 2022.
Aðalfundur 2. maí 2022 kl. 17 – haldinn í raf.
1. Kosning ritara og fundarstjóra
2. Lagabreytingar
3. Kynning framboða
4. Kosning hefst.
Lokað verður fyrir frekari framboð að lokinni kosningu um lagabreytingu.
Fundi frestað til 4.maí kl. 17.00.
Aðalfundur 4. maí 2022 kl. 17 – haldinn í raf & raun.
Fundarritari tekur fram að kosningu lýkur 17.30 – opið fyrir kosningu þangað til.
5. Skýrsla stjórnar
6. Nefndir & deildir – dagskrá vetrarins
7. Reikningur félagsins – gjaldkeri FKA
8. Árgjald
9. Kosning skoðunarmanna
10. Niðurstöður kosningar
11. Önnur mál?
Fundarstýra / Berlind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastýra ON og formaður Samorku.
Ritari / Áslaug Gunnlaugsdóttir lögmaður og eigandi hjá LOCAL lögmönnum.
KOSNING STJÓRNAR Hvað verður kosið um? Það eru laus þrjú sæti til tveggja ára í stjórn, eitt sæti til eins árs í stjórn og tvö varasæti. Konur geta boðið sig fram til stjórnarkjörs fram að og á aðalfundi 2. maí. Stjórn hvetur félagskonur til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Í 8. gr. laga félagsins „Stjórn félagsins, starfsnefndir og félagsdeildir“ segir: „Stjórnarkona getur að hámarki setið samfellt í stjórn félagsins í tvö kjörtímabil í senn. Formaður félagsins getur að hámarki gegnt formennsku í félaginu í tvö kjörtímabil í senn og að hámarki setið samfellt í stjórn félagsins í þrjú kjörtímabil, sem meðstjórnandi og formaður.“ Stjórn FKA skal skipuð sjö konum og tveimur til vara og á aðalfundi 2022 kjósum við í þrjú sæti til tveggja ára í stjórn, og eitt sæti til eins árs í stjórn. Tvær konur til viðbótar verða síðan varakonur þ.e. konur sem fá næstflest atkvæði á eftir þeim sem kosnar verða inn í stjórnina verða varakonur til eins árs. Unnur Elva Arnardóttir og Vigdís Jóhannsdóttir hafa lokið tveggja ára stjórnarsetu í félaginu og Eydís Rós Eyglóardóttir sagði sig úr stjórn á starfsárinu. Eydís Rós Eyglóardóttir sem kjörin var 1. varakona til eins árs tók sæti Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík sem sagði sig úr stjórn eftir aðalfund 2021 (átti 1 ár eftir í stjórnarsetu). Elísabet Tanía Smáradóttir, sem kosin var í sæti 2. varakonu á síðasta aðalfundi, fékk sæti Margrétar Hallgrímsdóttur sem sagði sig úr stjórn eftir aðalfund 2021. Nú eru því laus þrjú sæti til tveggja ára í stjórn, eitt sæti til eins árs í stjórn og tvö varasæti. Sem fyrr segir geta konur boðið sig fram til stjórnarkjörs fram að og á aðalfundi 2. maí. Stjórn blandar sér ekki í kosningabaráttu venju samkvæmt, hvetur allar félagskonur til að standa upp og stíga fram og taka virkan þátt í félagsstarfinu ásamt því að óska okkur öllum alls hins besta í leik og starfi! |
NEFNDIR FKA Félagskonur eru einnig hvattar að skrá sig í nefndarstarf. Þátttaka í nefndarstarfi er frábær leið fyrir konur að stækka tengslanetið sitt, vaxa og hafa áhrif á starfið innan félagsins. Á aðalfundi mun stjórn FKA leggja fram tillögu að skipun nefnda. Áhersla verður lögð á að tryggja bæði endurnýjun í nefndum og að viðhalda þekkingu með reyndum nefndarkonum í hverri nefnd. Einnig verður leitast við að tryggja sem mesta fjölbreytni með hliðsjón af aldri og reynslu. |
Sjá nánar um þær nefndir sem í boði eru HÉR
Stjórnarkonur sem eru hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn eru:
Edda Rún Ragnarsdóttir, Verkefnastjórnun, fasteignaþróun og Innanhússarkitektúr – Eigandi ERR Design.
Katrín Kristjana Hjartardóttir, sérfræðingur.
Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og eigandi Vinnupalla // formaður FKA.
Það er einlægur vilji stjórnar að þetta verði góður og gæfuríkur aðalfundur.
Formaður FKA og stjórnarkonur FKA eru boðnar og búnar til að deila reynslu með áhugasömum félagskonum og öllum velkomið að hafa samband til að máta sig við hlutverk stjórnarkvenna sem er bæði gefandi og mjög annasamt og krefjandi á köflum.
Nánar um starfsemi FKA HÉR
Kær kveðja frá stjórn FKA!
