|
FKA viðurkenningarhátíðin verður haldin 16. árið í röð við hátíðlega athöfn í Hörpu, fimmtudaginn 29. janúar 2015.
Við óskum nú eftir tilnefningum fyrir eftirfarandi viðurkenningar:
- FKA Viðurkenningin
- FKA Þakkarviðurkenningin
- FKA Hvatningarviðurkenningin
Kríteríur eða viðmið við hverja viðurkenningu má nálgast á meðfylgjandi slóð.
Sérstök dómnefnd skipuð sjö aðilum úr viðskiptalífinu og stjórn félagsins fer yfir allar tilnefningarnar auk þess að koma með sínar eigin.
Dómnefnd 2015 skipa eftirfarandi:
- Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
- Bryndís Emilsdóttir, stjórn FKA, eigandi Heimsborga ehf. og Reykjavík Concierge ehf.
- Dagný Halldórsdóttir, fyrrum formaður FKA, eigandi DH Samskipta.
- Fanney Birna Jónsdóttir, fréttastjóri viðskiptafrétta 365 Miðla.
- Hreggviður Jónsson, eigandi Veritas Capital og formaður Viðskiptaráðs.
- Kolbrún Víðisdóttir, stjórn FKA, frkvstj. Heilsumiðstöðvarinnar og eigandi Svartækni ehf.
- Magnús Geir Þórðarsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins
Með þökk og von um góðar undirtektir.
FKA viðurkenningarhafar frá upphafi – SMELLTU HÉR
Athugið að tilnefningarsíðan er opin til og með fimmtudaginn 20. nóvember.
Stjórn FKA
|
|