Traust er svo mikilvægt í lífinu. Traust til að hlusta á eigið hjarta, traust til alls sem er að gerast í kringum okkur …

,,Við ætlum að styðja þróun erlendra kvenna í nýsköpun,” segir Monika Dorota Kruś sem er í stjórn FKA New Icelanders sem fagnar sex ára afmæli sínu á Íslandi.

,,Það er svo auðvelt að týna sjálfum sér þegar maður skiptir um land. Það er svo auðvelt að fylgja því sem aðrir segja um menninguna, kerfið, annað fólk, atvinnumöguleika o.s.frv. En það er ekki eina leiðin, sérstaklega ef þú ert meistari í að „passa ekki inn í“. Að fara út fyrir þægindarammann gerir jafnvel það óþægilega erfitt…”

,,Eftir COVID-reynsluna þekkjum við það öll. Okkur var hrint út úr þægindarammanum og það eina sem lét okkur finna öryggi var traust … Traust er svo mikilvægt í lífinu. Traust til að hlusta á eigið hjarta, traust til alls sem er að gerast í kringum okkur, traust til fullkomnunar heimsins, traust og þakklæti …”

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #Víkurfréttir #moniacacao #discd3 #laerdumed @Monika Dorota Kruś #FKANewIcelanders

Viðtal við Moniku HÉR

FKA New Icelanders HÉR