Þann 23. október nk. mun útflutningsverkefnið ÚH hefjast 24 árið í röð. Líkt og venjulega komast færri að en vilja eða 10 verkefni samtals. Ár hvert styrkja FKA og Íslandsstofa félagskonur í verkefninu. Að þessu sinni munum við styrkja 2 sæti til helminga (50% niðurgreiðsla) og hefur nú verið unnið úr þeim umsóknum sem bárust. Ákveðið var að styrkja Urta og Via Health (Stevia) en þessi fyrirtæki þykja nú góðum stað til að taka skrefið inn á erlenda markaði. Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum um leið öllum þeim sem sendu inn umsókn.