Una skincare hlýtur ÚH styrkinn í ár

Útflutningsverkefnið ÚH er hafið 25. árið í röð. 

Tíu manna hópur frá jafnmörgum fyrirtækjum var samþykktur inn í verkefnið og í lok apríl munu fyrirtækin kynna sínar áætlanir fyrir stýrihópi verkefnisins. 

Árlega veita Íslandsstofa og FKA fyrirtæki styrk til setu á námskeiðinu og að þessu sinni hlaut Marinox ehf. – Una skincare styrkinn. Við óskum þeim til hamingju með það um leið og við óskum þátttakendum góðs gengis á námskeiðinu.

Hér er listi þeirra fyrirtækja og þátttakenda sem taka þátt í ár: 

Fyrirtæki Þátttakandi Tegund vöru/starfsemi Vefsíða Staðsetning
         
Lítill heimur ehf. – Náttúruböð Martha Eiríksdóttir Heilsutengd þjónusta   Borgarmes
RST Net ehf. Arnhildur Ásdís Kolbeins Þjónusta við stóriðjur www.rst.is Hafnarfjörður
Ísgátt tækniþjónusta ehf. Sigurdur H Alfhildarson Hugbúnaður www.tas.is Hafnarfjörður
J.G.K TECh ehf . Jón Guðni Kristinsson Róbótar fyrir línur www.pipeferret.is Kópavogur
Ísam ehf. – Ora Leifur Þórisson Sjávarafurðir www.ora.is Kópavogur
Sæferðir ehf. Nadine Walter Ferðaþjónustufyrirtæki www.seatours.is Stykkishólmur
Marinox ehf. – Una skincare Brynhildur Ingvarsdóttir Líftækni www.marinox.is Reykjavík
Kvikna ehf Garðar Þorvarðsson Heilbrigðistæknifyrirtæki www.kvikna.is Reykjavík
Sigurást ehf. Berglind Baldursdóttir Fatahönnun www.sigurast.is Reykjavík
South Iceland Adventures Björg Árnadóttir Ferðaþjónustufyrirtæki www.siadv.is Hvolfsvöllur