Undirbúningur fyrir FKA Viðurkenningarhátíðina kominn á fullt.

FKA Viðurkenningarhátíðin.

Galopið fyrir tilnefningar HÉR

Hverja vilt þú tilnefna?

Það á að skila inn tilnefningum fyrir kl. 12 að hádegi þann 26. nóvember 2020.

Það eru 1200 konur í Félagi kvenna í atvinnulífinu en reglan er sú að konurnar sem eru tilnefndar þurfa ekki að vera félagskonur FKA. Á FKA viðurkenningarhátíðinni verða veittar þrjár viðurkenningar: FKA viðurkenningin, FKA þakkarviðurkenningin og FKA hvatningarviðurkenningin.

Þú getur tilnefnt konur í öllum flokkum eða bara einum flokki en mjög mikilvægt er að fá fjölbreyttan hóp kvenna á blað til að færa dómnefnd.

Anna Stefánsdóttir tók við FKA þakkarviðurkenningunni á síðustu hátíð.