Unnur Elva Arnardóttir endurkjörin varaformaður FKA.

Unnur Elva Arnardóttir var endurkjörin varaformaður FKA 2022-23.

„Ég er mjög spennt fyrir starfsárinu að vanda,“ segir Unnur Elva Arnardóttir varaformaður FKA.

,,Það skiptir miklu máli að fá að hitta þessar flottu konur,“ segir Unnur Elva Arnardóttir sem var endurkjörin varaformaður FKA 2022-23. Unnur Elva er forstöðumaður þjónustu hjá Skeljungi og hefur verið virk í félaginu síðustu ár. Áður gegndi hún hlutverki gjaldkera stjórnar FKA, sat í stjórn Fræðslunefndar FKA og var í afmælisnefnd þegar félagið fagnaði 20 ára afmæli sínu í Hörpu svo eitthvað sé nefnt.

,,Við erum vonandi komin inn í það tímabil þar sem að konur fái almennt að hittast í raunheimum þegar hentar. Það er búið að vera dásamlegt að verja tíma með konum í gegnum netið og einmitt í raunheimum. Starfsárið hófst af krafti með stórglæsilegum Opnunarviðburði og margt annað verið í boði á fyrstu metrunum – og við erum rétt að byrja,“ segir Unnur Elva glöð í bragði.

Fjárfestu í þér til framtíðar var yfirskrift opnunarviðburðar FKA 2022 sem var haldinn fimmtudaginn 8. September í Veröld – Húsi Vigdísar.

Grímur, spritt og ekki gefinn þumlungur eftir í sóttvörnum á tímum heimsfaraldurs eins og á viðburðum FKA. Unnur Elva hér að sjá um sínar konur í FKA.

Framundan hjá félagskonum er fjölmargt eins og sjá má á viðburðadagatali FKA.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet @Unnur Elva Arnardóttir

Myndir: Árni Torfason fyrir HÍ, Ásta Kristjáns og Andrea Róbertsdóttir.