Útflutningsverkefnið ÚH að hefjast: FKA og Íslandsstofa styrkja eitt sæti

Ertu í útflutningi eða í útflutningshugleiðingum?

Markaðsverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) hefst þann 22. október nk. og er þegar byrjað að taka við umsóknum í þetta sívinsæla verkefni sem nú verður haldið 25 árið í röð.

Útflutningsverkefnið ÚH er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná árangri á erlendum markaði. Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og hver og einn er búinn undir að hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd. Lögð er áhersla á gerð markaðs- og aðgerðaáætlunar fyrir þá vöru eða þjónustu sem á að markaðssetja. Þá er útbúin verkfærakista fyrir hvern og einn sem samanstendur af mikilvægri þekkingu og gögnum fyrir erlenda markaðssetningu. Unnið er tvo daga í senn á sjö mánaða tímabili frá október 2014 til apríl 2015.

Ár hvert styrkja FKA og Íslandsstofa félagskonu í verkefninu. Í fyrra hlutu tvær félagskonur styrkinn til helmingja (50% niðurgreiðsla).

Þær félagskonur sem hlotið hafa ÚH/FKA styrk frá upphafi eru:

  •        Elínóra Inga Sigurðardóttir, Elás ehf Royal Natural
  •         Albjörg Þorsteinsdóttir í Villimey
  •         Marín Magnúsdóttir í Practical
  •         Sigrún Lilja Guðjónsdóttir í Gyðja Collection
  •        Linda Svanbergsdóttir í Secret North
  •        Anna Maria Jóns – Engifer ehf.
  •        Guðný Reimars, EcoNord
  •        Þórey og eigendur, BirnaTrading
  •        Þóra Þórisdóttir, URTA Islandica
  •        Bjarný Björg Arnórsdóttir, VIA Health (Stevia)

Fyrri umsóknarfrestur er þriðjudagurinn 7. október en þau fyrirtæki sem verða búin að sækja um fyrir þann tíma hafa forgang á þau sem að sækja um seinna með fyrirvara um að bæði fyrirtæki uppfylli kröfur verkefnisins.

Athugið að fjöldi þátttakenda fyrirtækja er takmarkaður svo mögulega komast ekki allir að sem vilja.  
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um verkefnið má finna inn á vef Íslandsstofu: 
SMELLLTU HÉR