Valitor er bakhjarl FKA á sýningunni Fjölbreyta í Norræna húsinu í tengslum við HönnunarMars. ,,Það er okkur sérstök ánægja að styðja við FKA á þessari sýningu þar sem hönnun og arkitektúr félagskvenna er kynnt.
Valitor kynnir nýja posalausn sem gerir söluaðilum kleift að taka við snertilausum greiðslum sem gerðar eru með korti eða síma. Þessi lausn er því sniðin að fyrirtækjum eins og þeim sem sýna á Fjölbreytu.” sagði Harpa Georgsdóttir hjá Valitor þegar samningurinn var undirritaður um stuðning fyrirtækisins við sýninguna.
Á myndinni er Harpa Georgsdóttir ásamt Ingibjörgu Grétu Gísladóttur stjórnarkonu í FKA og Hulda Bjarnadóttur framkvæmdastjóra FKA.
FKA þakkar Valitor fyrir stuðninginn.
Fjölbreyta fer fram miðvikudaginn 26. mars frá kl. 16:16-19:19 í Norræna húsinu og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Þarna munu tuttugu og fimm konur frá jafnmörgum FKA fyrirtækjum sýna meðal annars ferðabíl, gin, leikefni, gluggafleka, fatahönnun, netverslun, vistvænan arkitektúr, vöruhönnun, skartgripahönnun og umbúðahönnun svo fátt eitt sé nefnt.