Valnefndin tekin við vegna FKA fjölmiðlaþjálfunar 2021. Við hvetjum umsækjendur til að halda 4. febrúar 2021 lausum í dagatalinu.

Takk fyrir umsóknina!

Rúmlega hundrað og tíu konur voru búnar að senda inn umsókn í Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV þegar lokað var fyrir umsóknir á miðnætti.

Engar inntökukröfur voru í verkefnið og allar konur gjaldgengar. Sérstök valnefnd fer nú yfir umsóknir og kemur til með að velja 12 umsækjendur á grundvelli rökstuðnings í umsókn.

Valnefnd árið 2021:

Eva Laufey Hermannsdóttir
Gunnar Hansson
Hulda Bjarnadóttir
Sigmundur Ernir Rúnarsson

Fjölmiðlaþjálfunin fer fram í húsakynnum RÚV í Efstaleiti Reykjavík fimmtudaginn 4. febrúar 2021 frá klukkan 12.00 til 24.00. Þátttakendur fá leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og hafa skuldbundið sig til að taka þátt í öllu verkefninu. Þátttakendur bera engan kostnað annan en af ferðalögum til að komast til og frá námskeiði og sameiginlegan kvöldverð á veitingastað.

Gera má ráð fyrir að tilkynning um þátttakendur verði send út 25. janúar 2021. Við hvetjum umsækjendur til að halda 4. febrúar 2021 lausum í dagatalinu þar til að tilkynnt hefur verið um niðurstöður valnefndar.