FKA og RÚV halda áfram að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og bæta um leið aðgang fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu á ýmsum sviðum.
Engar inntökukröfur eru í verkefnið og eru allar konur gjaldgengar. Sérstök valnefnd fer yfir umsóknir og kemur til með að velja 10-12 umsækjendur á grundvelli rökstuðnings í umsókn fyrir mikilvægi þess að viðkomandi verði valinn til þátttöku.
Valnefnd árið 2021:
- Eva Laufey Hermannsdóttir
- Gunnar Hansson
- Hulda Bjarnadóttir
- Sigmundur Ernir Rúnarsson
Hagnýt fjölmiðlaþjálfun fyrir konur fer fram í húsakynnum RÚV í Efstaleiti 4. febrúar 2021 og þar fá þátttakendur leiðsögn reynds fjölmiðlafólks.
Umsækjendur skuldbinda sig til að taka þátt í öllu verkefninu.
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2021.
Umsókn HÉR

Hér má sjá valnefnd að störfum í tengslum við verkefnið síðast. Sama valnefnd verður aftur.