Vantar ferska vinda í þitt fyrirtæki?

Vantar ferska vinda í þitt fyrirtæki?

Kynningarfundir um mannaskiptaverkefni

Vinnumálastofnun er þátttakandi í Evrópuverkefninu GET mobile en markmið þess að hvetja

fyrirtæki og nýlega útskrifaðar konur til að taka þátt í mannaskiptaverkefnum á vegum

Evrópusambandsins. Mannaskiptaverkefni eru oft vannýtt auðlind fyrir lítil og meðalstór

fyrirtæki í Evrópu og kannanir sýna að fyrirtækin, hika oft við að taka þátt. Hér á Íslandi

hefur þessi möguleiki verið vannýttur og fá fyrirtæki tekið þátt.

Dæmi um ávinninga af mannaskiptum geta verið aukin nýsköpun og frumkvæði í fyrirtækinu,

fjölmenning og tungumálaþekking svo eitthvað sé nefnt.

 

Vinnumálastofnun er þátttakandi í Evrópuverkefninu GET mobile en markmið þess að hvetja

fyrirtæki og nýlega útskrifaðar konur til að taka þátt í mannaskiptaverkefnum á vegum

Evrópusambandsins. Mannaskiptaverkefni eru oft vannýtt auðlind fyrir lítil og meðalstór

fyrirtæki í Evrópu og kannanir sýna að fyrirtækin, hika oft við að taka þátt. Hér á Íslandi

hefur þessi möguleiki verið vannýttur og fá fyrirtæki tekið þátt.

Dæmi um ávinninga af mannaskiptum geta verið aukin nýsköpun og frumkvæði í fyrirtækinu,

fjölmenning og tungumálaþekking svo eitthvað sé nefnt.

Tilgangur og markmið verkefnis

  • Að yfirfæra og þróa undirbúningshópa fyrir konur í Hollandi og á Íslandi.
  • Að útbúa fyrirmyndarleiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem hafa hug á því að taka þátt í mannaskiptaverkefnum og undirbúa þau til þátttöku.
  • Að hvetja og undirbúa nýútskrifaðar konur í viðskiptum og vísindum til að taka þátt en
  • sérstök áhersla verður á að ná til atvinnulausra kvenna eða þeirra sem eru ekki í starfi sem hæfir þeirra menntun.
  • Að kynna möguleika og gildi mannaskiptaverkefna til lítilla og meðalstórra fyrirtækja en sérstaklega verður horft til fyrirtækja í eigu kvenna og hvetja þau til þátttöku.

Smelltu hér til að fræðast um verkefnið