Veiti frí eftir hádegi 19. júní 2015

Rík­is­stjórn­in hvet­ur vinnu­veit­end­ur, jafnt á al­menn­um vinnu­markaði sem og hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um, til þess að veita starfs­mönn­um sín­um frí 19. júní eins og kost­ur sé svo þeir geti tekið þátt í skipu­lögðum hátíðahöld­um þann dag sem áformuð eru í til­efni af 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar ís­lenskra kvenna. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu í dag.

„Rík­is­stjórn Íslands fjallaði um málið á fundi sín­um í morg­un í fram­haldi af er­indi frá fram­kvæmda­nefnd um 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar ís­lenskra kvenna 2015. Nefnd­in starfar á grund­velli þings­álykt­un­ar nr. 18/​141 um hvernig minn­ast skuli 100 ára af­mæl­is kosn­inga­rétt­ar ís­lenskra kvenna föstu­dag­inn 19. júní næst­kom­andi.“

Frétt MBL um málið – smelltu hér