Vel heppnað opnunarteiti FKA Norðurland.

Á kosningardaginn sjálfan hélt FKA Norðurland fyrsta viðburð vetrarins. Framakonan Katrín Mist Haraldsdóttir, félagskona og eigandi DSA dansstúdio Alice bauð félagskonum í nýtt húsnæði þeirra að Glerárgötu 28. Jóhanna Hildur formaður bauð félagskonur velkomnar og kynnti félagsárið stuttlega.

Katrín Mist byrjaði viðburðinn með skemmtilegri frásögn frá vegferð hennar sem ung kona í atvinnurekstri. Hún talaði um þær áskoranir sem á vegi hennar voru og hvernig hún beitti hugarfari sínu til að sigrast á þessum áskorunum. Við þökkum Katrínu kærlega fyrir skemmtilega sögu og góðar móttökur.

DSA bauð því næst uppá danstíma þar sem félagskonum gafst kostur á því að setja sig í gervi Beyonce og gleyma sér í hressandi dansi sem kennarar DSA buðu uppá.

Að dansinum loknum voru veitingar í boði ásamt hefðbundinni FKA tengslamyndun.

Kærar þakkir félagskonur og áhugasamar konur um félagið fyrir mætinguna.


Jóhanna Hildur, Alfa og Sif í stjórn FKA Norðurland.

#Matlifun#fkakonur#hreyfiafl#fka#sýnileiki#tengslanet#FKANorðurland

@Sif Jónsdottir, @Alfa Jóhannsdóttir og @Jóhanna Hildur Ágústsdóttir