Við erum með lög sem kveða á um 60/40 í stjórnum án viðurlaga þannig að hér er hægt að keyra yfir á rauðu án þess að hafa áhyggjur.

Einhverjir hafa tekið eftir gulum fánum á tveimur stöðum í Borgartúni. Fánarnir eru á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu sem flaggar út vikuna. Tilefnið er Jafnvægisvogin sem er hreyfiaflsverkefni FKA unnið í samstarfi við forsætisráðuneytið til að minna á stöðu jafnréttis í íslensku samfélagi.

„Við erum sem sagt best í heimi í jafnrétti með nítján karlmenn og eina konu í Kauphöllinni. Það er bara Birna Einarsdóttir í Íslandsbanka sem situr þar. Og hér aðeins lengra erum við með aðra fánaborg sem staðan er 77 karlmenn og 23 konur og það er hlutfallið í efsta lagi stjórnunar,“ sagði Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður FKA.

Jafnvægisvogin fer fram á fimmtudaginn klukkan tvö en finna má dagskrána og skrá sig HÉR

„Og við erum með lög sem kveða á um að hafa 60/40 í stjórnum án viðurlaga þannig að hér er hægt að keyra yfir á rauðu án þess að hafa áhyggjur af því.“

Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKA var í kvöldfréttum á Stöð2 HÉR

#FKA #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #JafnvægisvogFKA #Jafnvægisvogin #FKAkonur #Pipar #Stöð2 @ Sigríður Hrund Pétursdóttir

Sigríður Hrund er formaður FKA.
Sigríður Hrund er formaður FKA.