16. nóvember 2021
Viðurkenningarhátíð FKA. Kallað eftir tilnefningum! Hafðu áhrif – Við getum öll tilnefnt!
Opið fyrir tilnefningar!
Hvaða konur vilt þú heiðra á FKA Viðurkenningarhátíðinni?
Kallað eftir tilnefningum!
Konurnar sem tilnefndar eru þurfa ekki að vera félagskonur og við getum öll tilnefnt! Viðskiptablaðið HÉR
Að vanda verða veittar viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Konurnar sem tilnefndar eru þurfa ekki að vera félagskonur FKA heldur hvaðan sem er úr samfélaginu, hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum og allir geta sent inn tilnefningu.
„Það er mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum, fjölbreytileika og fá nöfn af fjölbreyttum hópi kvenna á lista og nöfn kvenna af öllu landinu, sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2022.“

FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta:
FKA þakkarviðurkenninguna 2022
FKA viðurkenninguna 2022
FKA hvatningarviðurkenninguna 2022
#hreyfiafl#fka#sýnileiki#tengslanet#FKAViðurkenningarhátíðin2022 #Viðskiptablaðið