Viðurlög til að fylgja eftir þeim lögum sem eru í gildi?

Þrátt fyrir löggjöf um hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja hefur gengið hægt að uppfylla viðmið löggjafarinnar.

Á Jafnvægisvoginni, ráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu FKA sem haldin var í vikunni, kom fram að konur eru rúmur fjórðungur stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum. Þar sagði Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, að lögfesta þyrfti kynjakvóta í framkvæmdastjórnir fyrirtækja til að ná þar fram jafnari kynjahlutföllum. 

Í kvöldfréttum RÚV var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð hvort kæmi til greina að setja aukna kynjakvóta? „Mér finnst kannski fyrst að það ætti að ræða hvort það þurfi ekki að setja viðurlög við því að fylgja ekki þeim lögum sem eru í gildi,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Nánar HÉR


#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #JafnvægisvogFKA #JafnvægisvogFKA2021 #Jafnvægisvogin #RÚV @Anna Lilja Þórisdóttir @Katrín Jakobsdóttir @Rannveig Rist