Viltu eiga viðskipti í Bretlandi?

Egg og beikon fundur Bresk-íslenska viðskiptaráðsins:

Viltu eiga viðskipti í Bretlandi?

Bresk-íslenska viðskiptaráðið í góðri samvinnu við Íslandsstofu stendur fyrir morgunfundi þann 25. april á Grand Hóteli kl 8.30 – 11.00.

Markmiðið með fundinum að veita fyrirtækjum sem hyggja á viðskipti í Bretlandi hagnýtar upplýsingar sem nýtast í daglegu starfi.

Öll fyrirtæki eru velkomin, frá hvaða geira atvinnulífsins sem er. Fyrirtæki sem þegar hafa haslað sér völl í Bretlandi, en vilja aðeins skerpa á starfi sínu, stækka eða leita í reynslubrunn annarra eru sömuleiðis velkomin.

Stutt erindi flytja sérfræðingar frá Íslandi og Bretlandi en svo gefst fulltrúum fyrirtækja kostur á að ræða einslega við þá um sín mál (B2B).

Reynslusögur af viðskiptum í Bretlandi koma frá fyrirtækjunum Mentor, GeoGlobe og Securstore. Fulltrúar frá sendiráði Íslands í Bretlandi og sendiráði Bretlands á Íslandi verða viðstaddir og svara fyrirspurnum.

M.a. verður fjallað um:

  *   Lagaumhverfi

  *   Skatta og bókhaldsmál

  *   Sýndarskrifstofu

  *   Hjálparsíma (help line) fyrir fyrirtæki

  *   Áhrif gjaldeyrishaftanna

  *   Leiðir í markaðssetningu

  *   Þátttöku í sýningum

Bresk-íslenska viðskiptaráðið kynnir inngöngutilboð fyrir smáfyrirtæki. Verð er kr. 1000.- boðið verður uppá kaffi, egg og beikon. Skráning hjá kristin@chamber.is<mailto:kristin@chamber.is>

Bresk-íslenska viðskiptaráðið
Kringlan 7
103 Reykjavik

www.bresk-islenska.is<http://www.bresk-islenska.is>

Bestu kveðjur / Kind Regards
british-icelandic chamber of commerce
Kristín S. Hjálmtýsdóttir
Director
Kringlan 7, IS-103 Reykjavik

www.bicc.is

Tel: +354 510 7111

Mobile: +354 822 1413

[Description: BRIS][Description: cid:image001.png@01CAF780.487F0940]