Velunnara FKA
Undanfarin ár hefur starfsemi FKA eflst til muna og með fjölgun félagskvenna verður starfsemin fjölbreyttari og umfangsmeiri um leið. Á 15 ára afmæli félagsins bauð stjórn FKA félagskonum og fyrirtækjum þeirra að taka þátt með beinum hætti í uppbyggingu á félaginu, styrkja það og styðja enn frekar.
Með þátttöku geta félagskonur og fyrirtæki þeirra náð á áhrifaríkan hátt til sterks markhóps, sýnt stuðning í verki og stuðlað í leiðinni að því að efla félagið.
Með þátttöku er félagið styrkt með beinum hætti og um leið eykur fyrirtækið sýnileika sinn innan sem utan félagsins.
Fyrirkomulagið
Hér eru nánari upplýsingar um velunnarakerfið okkar – SMELLTU HÉR.
Ef þið hafið áhuga á að skoða betur þá sendið póst á fka@fka.is og fylgjum við því þannig eftir fram til 20. janúar.
Við miðum við sýnileika í kringum FKA viðurkenningarathöfnina og því viljum við hafa lokið þessari vinnu fyrir þann tíma.
Við vonumst til að fá sterka bakhjarla til liðs við okkur á komandi ári.
f.h. stjórnar FKA