Viltu sitja í Sýnileikanefnd FKA fyrir árið 2022? Ertu félagskona með farsæla reynslu af viðburða- og verkefnastjórnun?

Krafturinn gustaði af félagskonum eftir Sýnileikadag FKA 2021 og nú auglýsir FKA eftir konum í næstu Sýnileikanefnd.

Ertu viðburða- og verkefnastjóri? Komdu með!

Stjórn FKA hefur tekið ákvörðun að halda Sýnileikadag FKA 2022 og auglýsir eftir áhugasömum, drífandi, ábyrgum og hugmyndaríkum félagskonum með farsæla reynslu af viðburða- og verkefnastjórnun til að leiða verkefnið með fulltrúum stjórnar og framkvæmdastjóra.

Þátttökumet slegið á síðast Sýnileikadegi!

Félagskonur fylltu á verkfærabeltið á Sýnileikadegi fyrr á árinu, rafrænni ráðstefnu sem nú verður í raunheimum og streymt heim til félagskvenna sem komast ekki á svæðið. Tæknin hefur fært félagskonur af landinu öllu nær hverri annarri á tímum Covid, aukið samtalið, jafnræði og ekki aftur snúið með það. 

Það var slegið þátttökumet þegar 450 félagskonur skráðu sig til leiks á Sýnileikadag 2021 enda dagurinn afurð stefnumótunarvinnu sem stjórn FKA fór í með félagskonum og verið var að svara ákalli um slíkan viðburð.

Um daginn 2021 t.d. HÉR

Forgangsraðaðu sjálfri þér og vertu með!

Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í fjölbreyttu starfi, ert partur af hreyfiafli og þessu öflugu tengslaneti kvenna. Félag kvenna í atvinnulífinu styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku og hefur tekist að vinna með sýnileika, tengslanet og hreyfiafl í takt við nýja tíma.

Á Sýnileikadegi er höndlað með þessi gildi félagsins og spennandi dagskrá mótuð fyrir fjölbreyttan hóp kvenna með gagnlegu efni sem nýtist okkur í leik og starfi.

Þess vegna verður sérstakur Sýnileikadagur FKA endurtekinn 2022, þar sem við kynnumst og náum að tileinka okkur alla þá hæfni sem við verðum að búa yfir til að geta verið leiðandi og náð forskoti.

Dagurinn verður nánar auglýstur!

Viðburða- og verkefnastjórar sem eru félagskonur geta sent umsókn á fka@fka.is með yfirskrift „Umsókn um sæti í Sýnileikanefnd 2022“

Umsóknafrestur til og með miðvikudagsins 6. október 2021.

Hæfniskröfur …

… farsæl reynsla af viðburða- og verkefnastjórar skilyrði.

… stjórnunarreynsla kostur.

… góð samskiptafærni skilyrði.

… skipulögð og öguð vinnubrögð skilyrði.

… rík þjónustulund skilyrði.

… áreiðanleiki.

… sköpunargleði.

Auðvitað erum við að tala um þrusu sprett hjá nefndinni með álagspunkti þarna dagana fyrir og í strax á eftir í eftirfylgni en þetta tengslanet spinnur sig ekki sjálft og þátttaka í svona nefnd er frábær leið til að efla sig og að hafa áhrif í þessu magnaða félagi okkar!

Fjárfestu í sjálfri þér!

Kær kveðja frá stjórn FKA.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #sýnileiki #Tengslanet #SýnileikadagurFKA

Frá deginum 2021 – Ragga, Vigdís, Steinunn, Þórhildur og Anna.
Sýnileikanefnd FKA 2021 þær Steinunn Camilla hjá Iceland Sync Management, Anna Björk Árnadóttir viðburðastjóri Eventum, Þórhildur Fjóla hjá Wise lausnir ehf. og Íris E. Gísladóttir, eigandi Evolytes. Framkvæmdastjóri var þeim til halds og trausts ásamt stjórnarkonum FKA, þeim Vigdísi Jóhannsdóttir hjá Stafrænu Íslandi og Ragnheiður Aradóttir hjá PRO.
Sýnileikanefnd 2020 – Elsa, Steinunn, Laufey og Þórhildur.
 Silja Úlfarsdóttir var ma. á Sýnileikadegi FKA 2021.

Dagskráin 2021 var fjölbreytt …