Viltu sitja í Sýnileikanefnd FKA fyrir árið 2023? Ertu félagskona með farsæla reynslu af viðburða- og verkefnastjórnun?

Viltu sitja í Sýnileikanefnd FKA fyrir árið 2023? Ertu viðburða- og verkefnastjóri? Komdu með!

Stjórn FKA hefur tekið ákvörðun að halda Sýnileikadag FKA 2023 og auglýsir eftir áhugasömum, drífandi, ábyrgum og hugmyndaríkum félagskonum með farsæla reynslu af viðburða- og verkefnastjórnun til að leiða verkefnið með fulltrúum stjórnar og framkvæmdastjóra.

MYND // Frá vinstri: Sjórnarkona FKA Elísabet Tanía Smáradóttir FKA, Eva Michelsen framkvæmdastjóri ERM ehf. sem fór fyrir nefnd Sýnileikadags 2022 og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka með penna, spritt og í raunheimum að innsigla samstarf í tengslum við Sýnileikadag FKA í Arion 2022 – þetta gerum við aftur!

Þátttökumet slegið á síðasta Sýnileikadegi!

Félagskonur fylltu á verkfærabeltið á Sýnileikadegi fyrr á árinu á ráðstefnu sem var ,,raf og raun”.

Það var slegið þátttökumet þegar 450 félagskonur skráðu sig til leiks á Sýnileikadaginn enda dagurinn afurð stefnumótunarvinnu sem stjórn FKA fór í með félagskonum og verið var að svara ákalli um slíkan viðburð.

Undirbúningur – þetta tengslanet spinnur sig ekki sjálft og þátttaka í svona nefnd er frábær leið til að efla sig.

Á Sýnileikadegi er höndlað með gildi félagsins og spennandi dagskrá mótuð fyrir fjölbreyttan hóp kvenna með gagnlegu efni sem nýtist okkur í leik og starfi.

Sýnileikadagur FKA endurtekinn í Arion banka 2023, þar sem við kynnumst og náum að tileinka okkur alla þá hæfni sem við verðum að búa yfir til að geta verið leiðandi og náð forskoti.

Dagurinn verður nánar auglýstur!

Viðburða- og verkefnastjórar sem eru félagskonur geta sent umsókn á fka@fka.is með yfirskrift „Umsókn um sæti í Sýnileikanefnd 2023“

Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 7. október 2022.

Um daginn 2021 t.d. HÉR

Um daginn 2022 t.d. HÉR

Dagurinn verður nánar auglýstur!

Hæfniskröfur …

… farsæl reynsla af viðburða- og verkefnastjórar skilyrði.

… stjórnunarreynsla kostur.

… góð samskiptafærni skilyrði.

… skipulögð og öguð vinnubrögð skilyrði.

… rík þjónustulund skilyrði.

… áreiðanleiki.

… sköpunargleði.

Auðvitað erum við að tala um þrusu sprett hjá nefndinni með álagspunkti þarna dagana fyrir og í strax á eftir í eftirfylgni en þetta tengslanet spinnur sig ekki sjálft og þátttaka í svona nefnd er frábær leið til að efla sig og að hafa áhrif í þessu magnaða félagi okkar!

Fjárfestu í sjálfri þér! Forgangsraðaðu sjálfri þér og vertu með!

Kær kveðja frá stjórn FKA.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #sýnileiki #Tengslanet #SýnileikadagurFKA

Dagskráin 2022 var fjölbreytt …

MYND// Sýnileikanefnd 2022:

Arna Sif Þorgeirsdóttir ● Viðburðastjóri.

Dóra Eyland ● Golfklúbbur Reykjavíkur.

Eva Michelsen ● Framkvæmdastjóri – ERM ehf. // Fer fyrir nefndinni.

Sandra Yunhong She  ● Arcticstar. Stjórnarkonan 

Elísabet Tanía Smáradóttir stjórnarkonan FKA Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri Stafræns Íslands voru fulltrúar stjórnar í nefndinni.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #SýnileikadagurFKA2022 #Arion @Arna Sif Þorgeirsdóttir @Dóra Eyland @Eva Michelsen @Sandra Yunhong She @Elísabet Tanía Smáradóttir @Vigdís Jóhannsdóttir #SýnileikadagurFKA2023