Viltu skrifa pistla í fjölmiðla!

Eitt af markmiðum FKA er að fjölmiðlar endurspegli samfélagið.  Eitt af áhersluverkefnum FKA er fjölmiðlaverkefnið sem er margþætt en stóri viðburður þess er að hausti þar sem við höldum ráðstefnu og vinnum með fjölmiðlum, stjórnvöldum og atvinnulífinu í að snúa við þessum hlutföllum með það að markmiði að við náum jafnvægi í framtíðinni.

Í dag eru hlutföllin um 67% karlmenn og 33 % konur . 

Þann 20. september 2016 tókst það þar sem hlutföllinn samkvæmt mælingum CreditInfo sýndi að átak FKA skilaði árangri og vakti verðskuldaða athygli en hlutföllinn snerust í 64% viðmælanda konur þann dag. Þetta sýnir að með samvinnu allra getum við þetta.

Í hverri viku skrifa FKA konur pistill í Markaðinn til að vekja athygli á mikilvægum málefnum. Ef þú vilt taka þátt og taka að þér að skrifa einn pistil – þá væri frábært að heyra frá þér.
Hafðu samband við framkvæmdastjóra FKA, Hrafnhildi Hafsteins  – hrafnhildur@fka.is