Viltu vera með í liðinu sem mun koma Íslandi í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti í atvinnulífinu?
Þannig bjóðum við fyrirtækjum og opinberum aðilum að skrifa undir viljayfirlýsingu þess efnis að heita því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar til næstu 5 ára.
Tilgangur verkefnisins er:
- Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
- Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
- Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar.
- Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis.
- Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöður.