Vinsælu hádegisverðafundir með stjórn FKA eru komnir á dagskrá.

Hádegisverðafundir með stjórn FKA eru komnir á dagskrá.

Stjórn FKA býður félagskonum til mánaðarlegra hádegisverðafunda þar sem félagskonur geta bókað sig og hitt formann og stjórnarkonur á óformlegum fundum um málefni FKA og haft þannig áhrif á starfið og mótun þess.

Konur sem hafa verið lengi í félaginu og nýjar félagskonur FKA eru hvattar til að mæta og eiga gefandi stund saman.

Í dag áttu FKA konur gæðastund í hádeginu hjá félagskonunni Ingibjörg Þorvaldsdóttir á Pure deli Kópavogi.

Ertu félagskona og vilt fá okkur til þín næst eða á næstunni?

Hádegisverðafundirnir með stjórn eru á stað sem rekinn er af eða er í eigu félagskvenna.

Við leitum til félagskvenna sem vilja og geta tekið á móti okkur á starfsárinu og áhugasamar FKA-konur eru beðnar um að hafa samband við skrifstofu FKA með að senda tölvupóst á fka@fka.is með yfirskriftinni „Hádegisverðafundur með stjórn FKA.”

Hlökkum til að sjá ykkur!

Viðburðadagatal FKA er HÉR.

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAKonur #Puredeli