Vitundarvakningu meðal viðskiptavina varðandi mikilvægi kynjajafnvægis og fjölbreytileika.

,,Við þurfum ekki að líta mörg ár aftur í tímann til þess að sjá að eitt sinn var það stórfrétt þegar kona tók við starfi forstjóra hjá stórfyrirtæki, eins og þegar Rannveig Rist tók við starfi forstjóra Álversins í Straumsvík, árið 1996, 35 ára að aldri.  Í fréttatilkynningunni, sem birt var um ráðningu hennar á sínum tíma, kom sérstaklega fram að ráðningin hefði ekki haft neitt með kynferði að gera heldur var Rannveig ráðin í starfið einfaldlega vegna þess að hún var hæfust!”

Thelma Kristín Kvaran, sérfræðingur í ráðningum og meðeigandi hjá Intellecta auk þess að vera verkefnastjóri Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu.

Viðskiptablaðið HÉR

Félag kvenna í atvinnulífinu ásamt samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, RÚV og Pipar/TBWA halda nú í fjórða sinn ráðstefnu um jafnréttismál kynjanna. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Nánar og skráning HÉR

Ráðstefnunni verður streymt á vef RÚV (www.ruv.is).

HVAÐ: Jafnvægisvogin 2021 – Stafræn ráðstefna og viðurkenningarathöfn
HVAR: Bein útsending á www.ruv.is
HVENÆR: 14. október 2021
TÍMI: 14:00-16:00 // Útsending hefst kl 13:45

Umfjöllun og viðtöl má finna ma. HÉR

Enginn aðgangseyrir og þátttakendur fá sendan hlekk á ráðstefnuna samdægurs.

Nánar um Jafnvægisvog FKA – Hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu HÉR

Jafnrétti er ákvörðun!

Dagskrá:
-Ávarp – Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Fyrirlesarar:
-Penar píur ná ekki á toppinn? – Sunna Dóra Einarsdóttir, meðeigandi og fjármálastjóri, Deloitte
-Vegferð BYKO í jafnréttismálum – Sigurður B. Pálsson – forstjóri Byko
-Jafnrétti bætir árangur – Rannveig Rist, forstjóri Ísal
-Þetta kemur ekki af sjálfu sér – Jón Björnsson, forstjóri Origo
-„Hver nennir að horfa á gamla kerlingu á skjánum?“ – Áhrif sýnileika á kynjajafnrétti – Hildur Sigurðardóttir, mannauðsstjóri RÚV
-Fjölbreytileiki og kynjajafnvægi – Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq
-Kynin og vinnustaðurinn – Þórey Vilhjálmsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá EMPOWER
-Ávarp – Eliza Reid, forsetafrú
-Viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar-
-Til hamingju Ísland – Ávarp og samantekt – Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður FKA

Engin lýsing til

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #sýnileiki #Tengslanet #JafnvægisvogFKA #JafnvægisvogFKA2021 @Thelma Kristín Kvaran