Sjá auglýsingu hér til hliðar – eða smelltu hér.
Vorferð LeiðtogaAuða 2013
–Fös 24. maí til lau 25. maí á Hótel Geysi
Hver er þinn póll eða tindur? Hvert ætlar þú? Ertu búin að setja þér markmið?
Nú er komið að því að LeiðtogaAuðir skelli sér út fyrir borgarmörkin og verji saman sólarhring í frábærum félagsskap, njóti uppbyggilegra erinda, skemmtilegrar hópvinnu og heimsóknar. Áherslan á fundinum verður markmiðssetning og árangur í lífi og starfi.
Við höfum fengið til liðs við okkur þrjár frábærar konur sem allar hafa náð framúrskarandi árangri í starfi sínu. Þær eru;
· Elínrós Líndal, eigandi Ellu, sem vakið hefur athygli fyrir fatalínu sína og var nýverið valin til að sitja The World Economic Forum.
· Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og stjórnandi ársins hjá FKA.
Margrét Kristmannsdóttir, forstjóri Pfaff, varaformaður SA og formaður SVÞ, sem nýlega hlutu viðurkenninguna gæfuspor FKA.
Þessar konur ætla að deila með okkur reynslu sinni, hvernig þær náðu þangað sem þær eru komnar núna, hverju þær þakka það, hvað þær myndu gera öðruvísi og hvað þær myndu ráðleggja okkur.
Að erindum þeirra og umræðum loknum verður vinnustofa um markmiðssetningu í formi hópvinnu fundarkvenna. Ása Karín Hólm, formaður LeiðtogaAuða og Sigþrúður Guðmundsdóttir stjórnarkona í LeiðtogaAuðum stýra.
Síðdegis förum við í gróðrarstöðina Friðheima í Reykholti og hittum nokkrar öflugar konur sem hafa náð framúrskarandi árangri í markaðssetningu og rekstri gróðurhúsa sinna. Að því loknu býður stjórnarkonan Hrönn Greipsdóttir í fordrykk í sumarhúsi sínu og þar á eftir bíður okkar þriggja rétta kvöldverður á hótelinu.
Á laugardagsmorgninum verður aðalfundur LeiðtogaAuða haldinn strax á eftir morgunverðinum og með honum lýkur dagskránni.
Dagskráin hefst á Hótel Geysi kl. 10:00 föstudaginn 24. maí. Áætlað er að henni ljúki um kl. 11:00 laugardaginn 25. maí. Þátttökugjald á fundinum er kr. 12.500.
Við höfum samið við hótelið um fæði og húsnæði.
Kostnaður á mann er kr. 22.800 í einbýli og kr. 19.000 í tvíbýli.
Í verðinu er innifalið auk gistingar; á föstudag, hressing við komu, hádegisverður, síðdegiskaffi, þrírétta kvöldverður og á laugardag morgunverður. Greiðsla vegna fæðis og gistingar er greidd á staðnum fyrir brottför.
Staðfestingargjald vegna skráningar er kr. 12.500, óafturkræft, og þarf að greiðast fyrir 25. apríl nk. Afrit af staðfestingargjaldi gildir sem skráning.
Reikningsnúmer
FKA KT 710599-2979
0513-14-503268
Allar nánari upplýsingar veitir:
Sigþrúður Guðmundsdóttir
Netfang: sigthrudurg@gmail.com
Gsm: 8634119
**
Selma Filippusdóttir
selma.filippusdottir@islandsbanki.is
GSM 844 4902
Skráningar – Smelltu hér.
emailar og gsm
Fá myndir frá Geysi og betri upplausn á Friðheimar
+fyrirlesarana