ZOOM-örnámskeið fyrir félagskonur FKA.

Kæru félagskonur FKA!

Eins og fram hefur komið verður aðalfundur FKA haldinn rafrænn á fjarfundarkerfinu Zoom miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 17.00.

Öllum félagskonum verður boðið uppá örnámskeið í ZOOM á undirbúningsfundi sem haldinn verður á miðvikudaginn 3. júní 2020 kl. 18.00.

Hlekkur verður sendur félagskonum fyrir örnámskeiðið. Mikilvægt að kanna hvort það sé ekki örugglega rétt netfangið í félagatali á heimasíðu.


Örnámskeið hefst stundvíslega kl. 18 en hleypt verður í „biðstofuna“ korter í sex.
Námskeiðið stendur í klst.