Glæsilegt FKA-blað verður tilbúið til dreifingar síðar í vikunni.

Tímaritið fjallar um félagskonur FKA og fjölbreytta starfsemi. Stór hluti blaðsins er tileinkaður fyrirtækjum sem eru þátttakendur í Jafnvægisvogarverkefni FKA, burðarviðtöl eru við FKA konur og umfjöllun um helstu verkefni sem FKA hefur staðið fyrir og eru á döfinni á næstunni.

FKA þakkar öllum félagskonum og fyrirtækjum sem lagt hafa okkur lið við að láta tímaritið verða að veruleika.

FKA-Blaðið verður sent í pósti til allra félagskvenna á landinu og félagkonur mega því eiga von á sendingu öðru hvoru megin við komandi helgi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þetta glæsilega rit koma sjóðheitt út úr prentvélinni hjá Prentmeti Odda en blaðið verður tilbúið til dreifingar nú í vikunni.