Jafnvægisvogin leið til jafnréttis.

Torg sem gefur út Fréttablaðið, DV og rekur Hringbraut skrifaði nýlega undir samning um þátttöku í Jafnvægisvoginni.

Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, segir að það sé sjálfsagt verkefni allra fyrirtækja að setja sér markmið um að jafna hlut kynjanna á íslenskum vinnumarkaði, hvort sem það er í efsta stjórnunarlagi, það er stjórnum eða framkvæmdastjórnum, eða almennt innan eininga fyrirtækisins.

„Það var kominn tími til að taka saman núverandi stöðu og marka skýra og markvissa stefnu og vegvísi í jafnréttismálum. Liður í því er að taka þátt í hreyfiaflsverkefni sem þessu, segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir í Fréttablaðinu. Nánar HÉR!

Á meðfylgjandi mynd má sjá Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, og Thelmu Kvaran, verkefnastjóra Jafnvægisvogar FKA, við undirritun.

Nánar um Jafnvægisvog FKA