Saga félagsins

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er öflugt tengslanet athafnakvenna og leiðtoga úr öllum greinum atvinnulífsins. Félagið hét upphaflega Félag kvenna í atvinnurekstri og var stofnað 27. apríl árið 1999. Fyrsti formaður félagsins var Jónína Bjartmarz og voru stofnfélagar 287. Frá árinu 2012 hefur  markmið félagsins verið að gæta hagsmuna, efla samstöðu og samstarf kvenna í atvinnulífinu.

Fyrsta FKA viðurkenningin var veitt á fyrsta starfsári félagsins, en þá fékk Hillary Rodham Clinton, þáverandi foretafrú viðurkenninguna. Síðan þá hafa verið veittar viðurkenningar á hverju ári til að vekja athygli á konum sem eru eru að gera góða hluti í atvinnurekstri og atvinnulífinu á Íslandi.

Með starfsemi FKA er stuðlað að framþróun í atvinnulífinu m.a. með hreyfiaflsverkefnum sem ætlað er að knýja fram breytinga í atvinnulífinu til að jafna stöðu kynjanna.

Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið samanstendur af tæplega 1200 félagskonum sem ýmist eru með eigin atvinnurekstur eða stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi.

Félagið hefur sérstaka atvinnurekendadeild sem er eingöngu fyrir konur sem  eiga og reka fyrirtæki. Markmið deildarinnar er að standa vörð um  hagsmuni félagskvenna sem atvinnurekenda, standa fyrir fræðslufundum sem taka mið af þörfum þeirra og áhugasviði og efla tengslanet þeirra.

Einnig starfar LeiðtogaAuður sem sjálfstæð deild, skipuð konum sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageira og hinum opinbera, hafa gegnt ábyrgðarstöðu og vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs.

Einnig er FKA Framtíð, sérstök deild fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Deildin leggur mikla áherslu á virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega.

Að auki eru þrjár landsbyggðadeildir, FKA Norðurland, FKA Suðurland og FKA Vesturland og fjölmargar nefndir sem gegna ólíkum hlutverkum.

Formaður félagsins er Hulda Ragnheiður Árnadóttir og framkvæmdastjóri þess er Andrea Róbertsdóttir.

Stjórn FKA 2019-2020 

Frá vinstri: Áslaug Gunnlaugsdóttir, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, Ragnheiður Aradóttir, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Lilja Bjarnadóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir.

Fyrrum stjórnir FKA

Stjórnarkonur FKA 2018-2019

Formaður FKA: Rakel Sveinsdóttir Formaður bæjarráðs Ölfusar og varaforseti bæjarstjórnar Ölfusar. Netfang v/FKA er rakelsveinsd@gmail.com

Varaformaður: Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Strategíu ehf.,  gudrun@strategia.is

Ritari: Áslaug Gunnlaugsdóttir lögmaður og  eigandi LOCAL Lögmönnum,  aslaug@locallogmenn.is

Gjaldkeri: Lilja Bjarnadóttir lögfræðingur og eigandi Sáttaleiðarinnar,  lilja@sattaleidin.is

Anna Þóra Ísfold, Sölustjóri Heilsuborgar,  isfold.anna@gmail.com 

Ragnheiður Aradóttir stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching,  ragga@procoaching.is

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands,  hulda@nti.is

Stjórnarkonur FKA 2017-2018

Formaður FKA: Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr, rakel@spyr.is

VaraformaðurDanielle Neben, ráðgjafi og sérfræðingur, danielle.neben@gmail.com

Ritari: Áslaug Gunnlaugsdóttir lögmaður og  eigandi LOCAL Lögmönnum,  aslaug@locallogmenn.is

Gjaldkeri: Kolbrún Hrund Víðisdóttir, eigandi og stjórnarkona Svartækni, kolbrun.vidisdottir@gmail.com

Anna Þóra Ísfold, Anna Þóra Ísfold, ráðgjafi, Isfold Markaðsráðgjöf, isfold.anna@gmail.com

Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Strategíu ehf., gudrun@strategia.is

Ragnheiður Aradóttir stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching,  ragga@procoaching.is

 

Stjórnarkonur FKA 2016-2017

Formaður FKA: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Áshildur Bragadóttir

Anna Þóra Ísfold

Danielle Neben

Herdís Jónsdóttir

Kolbrún Víðisdóttir

Rakel Sveinsdóttir

Stjórnarkonur FKA 2015-2016

Formaður FKA: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Naskur

Herdís Jónsdóttir, Happy Campers ehf.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  DMC I Travel / Skemmtigarðurinn ehf

Kolbrún Víðisdóttir,  Heilsumiðstöðin og eigandi Svartækni

Ólöf Guðmundsdóttir Salmon, Nýherji og eigandi VitaGolf

Rakel Sveinsdóttir, SPYR.is / Hringbraut

Áshildur Bragadóttir, Höfuðborgarstofu

Stjórnarkonur FKA 2014-2015

Formaður FKA: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Pizza Hut  loa@pizzahut.is

Varaformaður: Bryndís Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Heimsborga ehf. bryndis@heimsborgir.is

Gjaldkeri: Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins ehf. – inga@skemmtigardur.is

Ritari: Ólöf Guðmundsdóttir Salmon, Nýherji og eigandi VitaGolf olof@nyherji.is

Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Connected-Women.com og Brandit runa@connected-women.com

Iðunn Jónsdóttir, Norvik idunn@norvik.is

Kolbrún Víðisdóttir,  eigandi Svartækni kolbrun.vidisdottir@gmail.com

 

Stjórnarkonur FKA 2013-2014

Formaður FKA: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Pizza Hut loa@pizzahut.is

Varaformaður: Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Connected-Women.com og Brandit runa@connected-women.com

Bryndís Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Heimsborga ehf. bryndis@heimsborgir.is

Iðunn Jónsdóttir, Norvik idunn@norvik.is

Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway ehf. igg@reykjavikrunway.com 

Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins ehf.  inga@skemmtigardur.is

Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical marin@practical.is