Alþjóðanefnd

Hlutverk 

Hlutverk Alþjóðanefndar er að efla erlend samskipti og skipuleggja haustferð FKA.

 

 

Helstu verkefni 

Helstu verkefni nefndarinnar eru á Alþjóðadegi kvenna 8. mars ár hvert. Sú hefð hefur skapast að vera með hádegisverð með erindum tengt þema dagsins sem er breytilegt ár frá ári. Vegna heimsfaraldurs á tímum Covid var brugðið á það ráð að ganga í náttúrunni og hafa viðburð sem var smærri í sniðum en streymt líkt og gert var frá Hörpunni. Samtök atvinnulífsins (Global Compact) ásamt Nasdaq Ísland (Kauphöllin), UN Women Íslandi og Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA) stóðu þá fyrir hátíðlegri athöfn í Hörpu þar sem við hringdum bjöllu í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars árin 2021 og 2022.

Haustferð FKA, annað hvert ár erlendis og annað hvert innanlands. Markmið ferðarinnar er að efla tengslanet kvenna sem taka þátt í henni og tengja við þá borg sem farið er til, með áhugaverðum heimsóknum tengdum viðskiptum, menningu og háskólalífi.

Skapa vettvang fyrir erlendar konur í íslensku atvinnulífi.

Stjórn FKA með Alþjóðanefnd í broddi fylkingar vinnur að því að tengjast þeim erlendu félögum sem styðja við markmið FKA hverju sinni. FKA starfar því með félagasamtökum um víða veröld en samtökin eru með sameiginleg markmið um að virkja kraft kvenna í atvinnulífi hvers lands.

 

Alþjóðanefndir fyrri ára

 

Alþjóðanefnd 2021-2022

Edda Rún Ragnarsdóttir

Elísabet Tanía Smáradóttir

Guðrún Helga Hamar – Ritari

Jónína Bjartmarz – Formaður

Sigrún Björk Jakobsdóttir

 

Alþjóðanefnd 2020-2021

Anna Björk Árnadóttir

Jónina Bjartmarz – Formaður

Katrín Rós Gýmisdóttir

Nanna Ósk Jónsdóttir

Rakel Lind Hauksdóttir

Þóra Ólafsdottir